Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2022 08:47 Landamæri Norður- og Suður-Kóreu eru mjög víggirt og þakin girðingum, gaddavír, varðstöðvum og jafnvel jarðsprengjum. AP/Ahn Young-joon Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ekki er talið að maðurinn hafi upprunalega flúið suður til njósna, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Maðurinn sást á öryggismyndavélum og var reynt að stöðva hann en án árangurs. Þá greindu Suður-Kóreumenn hreyfingar norðan megin við landamærin sem talið er að hafi verið hermenn sem tóku á móti flóttamanninum tvöfalda. Fyrir kemur að fólk flýr frá Norður-Kóreu til suðurs en flestir gera það með því að fara fyrst til Kína og þaðan til Suður-Kóreu. Sjaldgæft er að fólk komist yfir landamæri ríkjanna, þar sem þau eru gífurlega víggirt. Þá er sérstaklega sjaldgæft að fólk fari norður yfir landamærin. Sjá einnig: Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Yonhap segir manninn sem fór norður hafa unnið við hreingerningar í Suður-Kóreu og það sé til marks um að hann hafi átt í fjárhagslegum erfiðleikum eftir að hafa flúið frá Norður-Kóreu í fyrra. Enginn hafði heyrt frá honum síðan á fimmtudaginn en flóttamenn frá Norður-Kóreu eru undir töluverðu eftirliti í Suður-Kóreu á meðan verið er að reyna að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar. Eins og áður segir hafa engin ummerki fundist um að þessi maður hafi stundað njósnir en samkvæmt heimildum Yonhap hafði hann fylgt öllum reglum eftir. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hétu því í fyrra að girða sig í brók varðandi eftirlit með landamærunum. Hér má sjá myndefni frá South-China Morning Post um atvikið. Þar kemur fram að rúmlega 33 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu á síðustu áratugum. Fannst eftir fjórtán tíma Þegar þessi sami maður flúði frá Norður-Kóreu var hann ekki gómaður fyrr en fjórtán klukkustundum eftir að hann fór yfir landamærin. Um helgina sást hann á myndavélum þremur tímum áður en upp komst um ferðalag hans. Eins og áður segir var reynt að stöðva hann en án árangurs. Maðurinn er sagður vera fyrrverandi fimleikamaður og er talið að það hafi hjálpað honum að komast yfir girðingar á landamærunum. Eitt atvik í fyrra þótti sérstaklega vandræðalegt fyrir herinn þegar upp komst um að sjómaður á þrítugsaldri synti til Suður-Kóreu en hann hefði átt að sjást átta sinnum á öryggismyndavélum og setti viðvörunarkerfi í gang, án þess að upp komst um hann. Sjá einig: Misstu af átta tækifærum til að sjá mann synda til Suður-Kóreu Reuters fréttaveitan segir að Suður-Kóreumenn hafi sent skilaboð til norðurs um manninn og fengið meldingu um að skilaboðin hafi verið móttekin. Engar fregnir hafa borist af örlögum mannsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira