Nýársdagur: Eru skyndibitastaðirnir opnir? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 11:11 Myndin er tekin á gamlárskvöld 2020. Vísir/Egill Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Áramót Veitingastaðir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Áramót Veitingastaðir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira