Nú árið er liðið Högni Elfar Gylfason skrifar 1. janúar 2022 10:32 Nú þegar árið 2021 er að baki og nýtt ár með nýjum áskorunum er framundan er rétt og hollt að gjóa augunum lítið eitt í baksýnisspegilinn og undirbúa þannig hvernig best sé að mæta því sem framundan er. Heimsfaraldur og lífið. Það er ekki hægt að halda því fram að árið hafi verið hefðbundið á tímum farsóttarveirunnar sem kom úr austurátt. Ýmist gleði vegna góðs gengis í baráttunni við veiruna eða tár vegna slæms. Togstreytan milli þess að koma í veg fyrir heilsutjón og dauðsföll almennings í landinu og þess að fólk og fyrirtæki geti séð sér og sínum farborða með vinnu hefur verið algjör og alltumlykjandi, enda augljóst að fleiri en ein hlið eru á þeim peningi. Von er að brátt linni þessum ósköpum svo lífið geti farið aftur í eðlilegra horf en verið hefur undanfarin misseri og þá þarf að passa vandlega upp á að stjórnvöld sleppi alveg þeim auknu völdum og afskiptum af almenningi sem þau hafa tekið sér í faraldrinum. Samskipti og sanngirni. Á árinu hafa komið upp slæm mál er varða samskipti kynjanna, bæði nýleg og önnur er munu hafa átt sér stað fyrir mörgum árum eða áratugum síðan. Engum dettur í hug að gera lítið úr upplifun þeirra sem frá segja og það á við um báðar eða allar hliðar mála. Hinsvegar er íslensk þjóð komin á hættulega braut þegar fjölmiðlar enduróma aftökuskipanir einstaklinga og hópa á samskiptamiðlum, aftökuskipanir á meintum afbrotamönnum sem teknir eru fyrir í það og það skiptið. Þegar hluti þjóðfélagsins samþykkir að sumir séu sekir uns sakleysi er sannað er tímabært fyrir þingmenn og ráðherra að stíga inn í umræðuna og koma í veg fyrir hengingar án dóms og laga. Villta vestrið er ekki það sem við þurfum mest á að halda í þessu landi. Hafandi sagt það er full þörf á að styrkja löggæsluna svo hún hafi meiri burði til að takast á við kynferðisafbrot sem og önnur. Umhverfið og sannleikurinn. Mikið hefur farið fyrir umræðu um heilsu móður jarðar og bent hefur verið á að hlutfall koldíoxíðs í andrúmslofti fari hækkandi. Afar skiptar skoðanir eru á tilurð þessarar hækkunar hlutfallsins og halda sumir því fram að það sé af manna völdum á meðan aðrir segja það vera náttúrulega sveiflu líkt og áður hafi gerst í sögu hnattarins. Hvor fullyrðingin er rétt eða öllu heldur hvor er réttari? Eflaust á maðurinn sinn hlut í auknum hlut koldíoxíðs í lofti, enda varla annað hægt þar sem fjölgun mannkyns virðist óstöðvandi og þarf því eðlilega sífellt meiri auðlindanotkun til að framfleyta því. Hversu mikið virkni sólar eða önnur stærri öfl hafa áhrif á hitastig á jörðinni ætla ég ekki að dæma um, en reikna með að áhrifaþættirnir séu í fleirtölu. Hvað getum við gert til þess að vega upp á móti áhrifum á jörðina af fjölgun mannskepnunnar og hugsanlegum umhverfisáhrifum af því? Það er eflaust ýmislegt sem virkar eins og að gróðursetja tré og annan gróður sem lifir og nærist á koldíoxíði. Þá er um að gera að reyna að minnka notkun mengandi efna í okkar daglega lífi, en af nógu er að taka í lífi og umbúðum nútímamannsins. Hinsvegar er ég ekki viss um gróðann af því að eyða stórfé í aðgerðir sem ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að geri gagn. Ég er heldur ekki viss um að endalaus aukin skattheimta í nafni umhverfisverndar eða loftslagsvár sé heldur svarið. Það að beita í sífellu refsingum fremur en að útbúa hvata til þess að fólk sjái sér hag í skynsamlegu og umhverfisvænu lífsmynstri er ekki líklegt til árangurs. Þá er ofurskattheimta í nafni umhverfisverndar ekki sanngjörn án tillits til notkunar og raunverulegra áhrifa á umhverfið af því sem verið er að skattleggja, s.s. mengunargjöld á bifreiðar. Þá er það afar óskynsamlegt þegar stjórnvöld láta ótaldar ósannaðar og órökstuddar fullyrðingar um mengun af tiltekinni starfssemi líkt og virðist hægt að segja um útreikninga ákveðinna aðila á “kolefnisspori” einstaklinga, fyrirtækja og jafnvel heilla atvinnugreina. Slíkir útreikningar ásamt forsendum fyrir þeim ættu að vera vel útskýrð opinber gögn og algjörlega hafnir yfir skynsamlegan vafa áður en fólki og fyrirtækjum leyfist að nota niðurstöðurnar í áróðri gegn sumum framleiðsluvörum eða atvinnugreinum. Kósíheit í embætti. Á árinu er óhætt að segja að raunveruleg umræða um stjórnmál hafi legið í dvala líkt og verið hefur allt frá því veirufaraldurinn kom upp. Stjórnvöld hafa allan tímann komist upp með aðgerðaleysi í fjölmörgum þjóðþrifamálum án þess að svara réttmætri gagnrýni. Fólk virðist almennt hafa verið svo ánægt með að halda líftórunni á meðan fjölmiðlar hafa barið stanslaust á því í öllum fréttatímum, alla daga með fréttum af kórónuveirum og bóluefnum. Þannig hafa þægilegheitin í ráðherrastólunum verið algjör allan tímann. Ráðherrar og ríkisstjórnarflokkarnir hafa jafnvel varla þurft að hafa fyrir því að mæta á kjörstað til að kjósa sjálfa sig og hvað þá að svara gagnrýnum spurningum í aðdraganda alþingiskosninga sem haldnar voru í haust. Þannig hefur líklega ekki þurft að prenta nýja kosningabæklinga á þeim bæjum, nema ef vera skyldi á einum þeirra þar sem ákveðið var að róa á þau mið að betra sé að gera ekki neitt en að hætta á að einhverjir kæmust í ráðherrastólana sem dytti í hug að stunda alvöru stjórnmál og gera breytingar landi og þjóð til heilla. Sveitastjórnakosningar. Nú þegar mögulega hillir undir lok heimsfaraldur kórónuveirunnar er næsta mál á dagskrá kosningar til sveitastjórna á landinu. Ég vona svo sannarlega að íslensk þjóð fá tækifæri til að hittast og ræða hvað gert hefur verið, hvað gera þarf, hverjar áherslur frambjóðenda og framboða verða og ekki síst hvað kjósendur sjálfir vilja að sjá verða að veruleika eftir sveitastjórnakosningar nú í vor. Ef allir kynna sér málefnin, koma sínum eigin á framfæri og síðast en ekki síst mæta á kjörstað til að greiða atkvæði eftir sinni eigin sannfæringu er áfanga að markmiði lýðræðisins náð. Í framhaldinu þarf svo auðvitað að fylgja því eftir að þeir sem kosnir verða standi við og geri það sem þeir segjast ætla að gera. Hugheilar kveðjur. Að endingu langar mig að þakka vinum, vandamönnum og ykkur öllum kynnin og góð samskipti á árinu sem er að líða og vona að framtíðin beri með sér meira af slíku. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir liðnar stundir. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú þegar árið 2021 er að baki og nýtt ár með nýjum áskorunum er framundan er rétt og hollt að gjóa augunum lítið eitt í baksýnisspegilinn og undirbúa þannig hvernig best sé að mæta því sem framundan er. Heimsfaraldur og lífið. Það er ekki hægt að halda því fram að árið hafi verið hefðbundið á tímum farsóttarveirunnar sem kom úr austurátt. Ýmist gleði vegna góðs gengis í baráttunni við veiruna eða tár vegna slæms. Togstreytan milli þess að koma í veg fyrir heilsutjón og dauðsföll almennings í landinu og þess að fólk og fyrirtæki geti séð sér og sínum farborða með vinnu hefur verið algjör og alltumlykjandi, enda augljóst að fleiri en ein hlið eru á þeim peningi. Von er að brátt linni þessum ósköpum svo lífið geti farið aftur í eðlilegra horf en verið hefur undanfarin misseri og þá þarf að passa vandlega upp á að stjórnvöld sleppi alveg þeim auknu völdum og afskiptum af almenningi sem þau hafa tekið sér í faraldrinum. Samskipti og sanngirni. Á árinu hafa komið upp slæm mál er varða samskipti kynjanna, bæði nýleg og önnur er munu hafa átt sér stað fyrir mörgum árum eða áratugum síðan. Engum dettur í hug að gera lítið úr upplifun þeirra sem frá segja og það á við um báðar eða allar hliðar mála. Hinsvegar er íslensk þjóð komin á hættulega braut þegar fjölmiðlar enduróma aftökuskipanir einstaklinga og hópa á samskiptamiðlum, aftökuskipanir á meintum afbrotamönnum sem teknir eru fyrir í það og það skiptið. Þegar hluti þjóðfélagsins samþykkir að sumir séu sekir uns sakleysi er sannað er tímabært fyrir þingmenn og ráðherra að stíga inn í umræðuna og koma í veg fyrir hengingar án dóms og laga. Villta vestrið er ekki það sem við þurfum mest á að halda í þessu landi. Hafandi sagt það er full þörf á að styrkja löggæsluna svo hún hafi meiri burði til að takast á við kynferðisafbrot sem og önnur. Umhverfið og sannleikurinn. Mikið hefur farið fyrir umræðu um heilsu móður jarðar og bent hefur verið á að hlutfall koldíoxíðs í andrúmslofti fari hækkandi. Afar skiptar skoðanir eru á tilurð þessarar hækkunar hlutfallsins og halda sumir því fram að það sé af manna völdum á meðan aðrir segja það vera náttúrulega sveiflu líkt og áður hafi gerst í sögu hnattarins. Hvor fullyrðingin er rétt eða öllu heldur hvor er réttari? Eflaust á maðurinn sinn hlut í auknum hlut koldíoxíðs í lofti, enda varla annað hægt þar sem fjölgun mannkyns virðist óstöðvandi og þarf því eðlilega sífellt meiri auðlindanotkun til að framfleyta því. Hversu mikið virkni sólar eða önnur stærri öfl hafa áhrif á hitastig á jörðinni ætla ég ekki að dæma um, en reikna með að áhrifaþættirnir séu í fleirtölu. Hvað getum við gert til þess að vega upp á móti áhrifum á jörðina af fjölgun mannskepnunnar og hugsanlegum umhverfisáhrifum af því? Það er eflaust ýmislegt sem virkar eins og að gróðursetja tré og annan gróður sem lifir og nærist á koldíoxíði. Þá er um að gera að reyna að minnka notkun mengandi efna í okkar daglega lífi, en af nógu er að taka í lífi og umbúðum nútímamannsins. Hinsvegar er ég ekki viss um gróðann af því að eyða stórfé í aðgerðir sem ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að geri gagn. Ég er heldur ekki viss um að endalaus aukin skattheimta í nafni umhverfisverndar eða loftslagsvár sé heldur svarið. Það að beita í sífellu refsingum fremur en að útbúa hvata til þess að fólk sjái sér hag í skynsamlegu og umhverfisvænu lífsmynstri er ekki líklegt til árangurs. Þá er ofurskattheimta í nafni umhverfisverndar ekki sanngjörn án tillits til notkunar og raunverulegra áhrifa á umhverfið af því sem verið er að skattleggja, s.s. mengunargjöld á bifreiðar. Þá er það afar óskynsamlegt þegar stjórnvöld láta ótaldar ósannaðar og órökstuddar fullyrðingar um mengun af tiltekinni starfssemi líkt og virðist hægt að segja um útreikninga ákveðinna aðila á “kolefnisspori” einstaklinga, fyrirtækja og jafnvel heilla atvinnugreina. Slíkir útreikningar ásamt forsendum fyrir þeim ættu að vera vel útskýrð opinber gögn og algjörlega hafnir yfir skynsamlegan vafa áður en fólki og fyrirtækjum leyfist að nota niðurstöðurnar í áróðri gegn sumum framleiðsluvörum eða atvinnugreinum. Kósíheit í embætti. Á árinu er óhætt að segja að raunveruleg umræða um stjórnmál hafi legið í dvala líkt og verið hefur allt frá því veirufaraldurinn kom upp. Stjórnvöld hafa allan tímann komist upp með aðgerðaleysi í fjölmörgum þjóðþrifamálum án þess að svara réttmætri gagnrýni. Fólk virðist almennt hafa verið svo ánægt með að halda líftórunni á meðan fjölmiðlar hafa barið stanslaust á því í öllum fréttatímum, alla daga með fréttum af kórónuveirum og bóluefnum. Þannig hafa þægilegheitin í ráðherrastólunum verið algjör allan tímann. Ráðherrar og ríkisstjórnarflokkarnir hafa jafnvel varla þurft að hafa fyrir því að mæta á kjörstað til að kjósa sjálfa sig og hvað þá að svara gagnrýnum spurningum í aðdraganda alþingiskosninga sem haldnar voru í haust. Þannig hefur líklega ekki þurft að prenta nýja kosningabæklinga á þeim bæjum, nema ef vera skyldi á einum þeirra þar sem ákveðið var að róa á þau mið að betra sé að gera ekki neitt en að hætta á að einhverjir kæmust í ráðherrastólana sem dytti í hug að stunda alvöru stjórnmál og gera breytingar landi og þjóð til heilla. Sveitastjórnakosningar. Nú þegar mögulega hillir undir lok heimsfaraldur kórónuveirunnar er næsta mál á dagskrá kosningar til sveitastjórna á landinu. Ég vona svo sannarlega að íslensk þjóð fá tækifæri til að hittast og ræða hvað gert hefur verið, hvað gera þarf, hverjar áherslur frambjóðenda og framboða verða og ekki síst hvað kjósendur sjálfir vilja að sjá verða að veruleika eftir sveitastjórnakosningar nú í vor. Ef allir kynna sér málefnin, koma sínum eigin á framfæri og síðast en ekki síst mæta á kjörstað til að greiða atkvæði eftir sinni eigin sannfæringu er áfanga að markmiði lýðræðisins náð. Í framhaldinu þarf svo auðvitað að fylgja því eftir að þeir sem kosnir verða standi við og geri það sem þeir segjast ætla að gera. Hugheilar kveðjur. Að endingu langar mig að þakka vinum, vandamönnum og ykkur öllum kynnin og góð samskipti á árinu sem er að líða og vona að framtíðin beri með sér meira af slíku. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir liðnar stundir. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar