„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“ Eiður Þór Árnason skrifar 1. janúar 2022 09:01 Athæfið á eflaust eftir að gefa fleiri foreldrum og vinum einhverjar hugmyndir. samsett Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“ Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“
Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03