„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“ Eiður Þór Árnason skrifar 1. janúar 2022 09:01 Athæfið á eflaust eftir að gefa fleiri foreldrum og vinum einhverjar hugmyndir. samsett Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“ Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
„Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“
Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03