Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. janúar 2022 08:01 „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi...“ segir máltækið og það á svo sannarlega vel við um bræðurnar Ívar og Guðmund Kristjánssyni, stofnendur 1939 Games. Upphaflega ætlaði Ívar bara að hjálpa litla bróður sínum með fjármálin, áætlanir og líkön, rétt eins og hann gerði sem einn af stofnendum CCP. En áður en varði, voru þeir báðir komnir á fullt í nýju fyrirtæki: Eru Íslendingar að eignast fleiri stór tölvuleikjafyrirtæki eins og CCP? Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. Eitt þeirra fyrirtækja sem sló um sig með jákvæðum fréttum er tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games. Félagið lauk á árinu 5,3 milljón Bandaríkjadala hlutafjárútboði og var valið Vaxtarsproti ársins 2021 hjá Samtökum Iðnaðarins. Er Ísland kannski að eignast fleiri stór fyrirtæki eins og CCP? Ef svo er, er til mikils að vinna. Ekki aðeins starfa hjá CCP ríflega 300 manns heldur var velta fyrirtækisins tímabilið 2017-2020 um sex til átta milljarðar á ári. Næst á eftir í tekjum fyrir tölvuleik er 1939 Games. Fyrsti leikurinn þeirra, KARDS, var gefinn út árið 2020 og síðan þá hefur leikurinn skilað ríflega 400 milljónum króna í tekjur. Stærsta tækifærið liggur þó í símaútgáfu leiksins sem nú er verið að vinna að og áætluð er á markað næsta sumar. Atvinnulífið settist niður með stofnendum fyrirtækisins, bræðrunum Ívari og Guðmundi Kristjánssonum. Hvaðan koma þeir, hverjir eru þeir og hvert ætla þeir? Sæt mynd af bræðrunum Ívari og Guðmundi sem bjuggu fyrstu æviárin sín í Amsterdam í Hollandi. Þar var þó alltaf töluð íslenska heima fyrir. Frá Amsterdam fluttu þeir til Hjalteyrar við Eyjafjörð. Faðir bræðranna er einn þekktasti myndlistamaður Íslendinga, Kristján Guðmundsson. Frá Amsterdam til Hjalteyrar Bræðurnir Ívar og Guðmundur eru listamannssynir því faðir þeirra er Kristján Guðmundsson, einn þekktasti myndlistamaður Íslendinga. Kristján tilheyrir SÚM-hópnum svokallaða, hópi ungra og framsækinna listamanna sem vöktu athygli á sjöunda áratugnum. Móðir bræðranna er Solveig María Magnúsdóttir, en hún á eftir að koma fram síðar í þessu viðtali. Árið 1970 fluttu Kristján og Solveig með fjölskylduna til Amsterdam í Hollandi. Ívar var þá fæddur, en hann fæddist árið 1969. Guðmundur fæddist hins vegar á meðan að fjölskyldan bjó úti, en hann er fæddur árið 1973. „Hollenskan var fyrsta tungumálið okkar. Við vorum þar í sex ár í skóla en það var alltaf töluð íslenska heima,“ segir Ívar um árin í Amsterdam. Árið 1979 urðu miklar breytingar á högum fjölskyldunnar. Því þá flutti hún úr stórborg og á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hvers vegna þangað? „Pabbi var að sýna á Akureyri og fóru aðstandendur sýningarinnar með pabba og mömmu í bíltúr um Eyjafjörðinn. Í þessum bíltúr sáu þau gamalt stórt timburhús á Hjalteyri sem ber heitið Gamla Hótelið en það hafði staðið autt í tólf ár. Það var komin einhver heimþrá í mömmu og pabba sem enduðu með að gera tilboð af rælni í húsið. Og fengu það á slikk!“ segir Ívar. Á Hjalteyri bjó fjölskyldan í þrjú ár. „Þetta var náttúrulega engin smá umbylting fyrir sex ára gutta að flytja frá Amsterdam á Hjalteyri,“ segir Guðmundur og hlær. „Frá stórborg yfir í algjört frelsi þar sem maður gat leikið sér út um allt og verið á bryggjunni að veiða alla daga.“ Fjölskyldan flutti síðan í vesturbæinn í Reykjavík og því kláruðu bræðurnir grunnskólann í Hagaskóla. Í gegnum tíðina hafa þeir þó oft farið til Hjalteyrar í fríum þar sem ættaróðalið stendur; Nú sem fjölskyldumenn með börn og dvelja þá í Gamla Hótelinu, húsinu sem faðir þeirra á enn. Húsið var byggt árið 1900 og hefur mikið verið gert upp síðan foreldrar þeirra keyptu það. En áður en við segjum skilið við bernsku- og unglingsárin spyr blaðamaður hvort það hafi verið eitthvað í æskunni sem benti til þess að bræðurnir myndu báðir dragast inn í heim tölvu- og tækniheima. Því ekki var það þekkt veröld á þeim tíma, eða hvað? „Jú jú. Ég var löngu byrjaður,“ segir Ívar og bendir á að á þeim tíma sem þeir bræðurnir eru að alast upp og verða unglingar, voru fyrstu leikirnir að verða til. Nintendo. Tetris. Spilakassar. „Ég keypti Amstrad tölvu og við vorum bara 15 ára bólugrafnir strákar sem héngu inni í herbergi að spila tölvuleiki,“ segir Ívar brosandi. „Og þegar hann var ekki heima, stalst ég inn í herbergið hans til að spila,“ segir Guðmundur og hlær. Ættaróðal fjölskyldunnar: Gamla hótelið á Hjalteyri sem byggt var árið 1900. Þar átti fjölskyldan heima í þrjú ár en húsið hefur verið gert mikið upp síðan það var keypt. Bræðurnir sækja enn mikið á Hjalteyri, fara þangað á sumrin en nú sem fjölskyldumenn með maka og börn. Ívar: Einn stofnenda FM957 og CCP Þegar Ívar lítur til baka er hann ekki frá því að þessi áhugi á tölvuleikjum unglingsáranna hafi verið uppsprettan af ákveðinni ástríðu sem aldrei hefur horfið. „Þarna sá maður glitta í einhverja nýja veröld sem var að verða til….“ Þó stefndi hann á allt annað þegar hann fór í nám því sem stúdent útskrifaðist hann frá Fjölbrautaskóla Ármúla af viðskiptabraut. „Þegar að ég var 19 ára vorum við nokkrir saman sem stofnuðum FM957. Þetta var róttæk útvarpsstöð, svona meira eins og X-ið kannski varð síðar. Ég hafði starfað við Útrás, sem var útvarpsstöð framhaldsskólanema og árið 1989 sáum við nokkrir félagar tækifæri til að stofna almenna útvarpsstöð. Við byrjuðum á því að leigja stúdíóið af Útrás og ég man að við keyptum sendi á kaupleigu sem kostaði tvær milljónir króna, sem var mikill peningur í þá daga“ Stöðin fór í loftið 2.júní og viti menn: Hún sló strax í gegn og varð vinsælasta stöðin í Reykjavík á einni nóttu. Þarna voru nöfn sem síðar urðu stór. Ásgeir Tómasson, Steingrímur Ólafsson, Þorsteinn Högni Gunnarsson, fyrrverandi CCP-ari og nú forstjóri finnsk- íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Mainframe Industries, Richard Scobie, Siggi Gröndal, Stefán Baxter og fleiri,“ segir Ívar og ekki laust við að honum finnist nokkuð gaman að rifja upp þennan tíma. Sjálfur segir hann sitt hlutverk hafa falist í því að sjá um reksturinn og fjármálin. Þó hafi hópurinn auðvitað verið frekar grænn á bakvið eyrun í fyrirtækjarekstri. Þannig rifjast það upp fyrir honum að mörgum árum eftir að hann hafði sagt skilið við útvarpið og kominn í allt aðra hluti, dúkkaði upp stefna vegna skattaskuldar FM957. „Ég var þá enn skráður sem varamaður í stjórn“ segir Ívar skellihlæjandi en tekur fram að hann hafi svo sem ekki lent í neinu vegna þessa, málin hafi bara verið leiðrétt fljótt og vel. „En þarna vaknaði áhuginn á rekstri og þetta var mjög lærdómríkur tími þar sem maður lærði það svolítið að taka slaginn. Útvarpsreksturinn var því reynsla sem kom að góðum notum síðar,“ segir Ívar og vísar þar til upphafsára CCP. „Jafnvel miðað við verstu spár á þetta að geta gengið,“ sagði fyrsti fjármálastjóri FM957 Ívar í viðtali sem birt var í Vikunni í júní 1989. Ívar var einn stofnenda stöðvarinnar og var 19 ára þegar þetta var. Margir sem tóku þátt í dagskrárgerð FM957 á þessum upphafstíma urðu að stórum nöfnum í fjölmiðlum og atvinnulífi síðar. Nokkrum árum síðar fór Ívar í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Í millitíðinni starfaði hann á ýmsum stöðum. Svo sem geðdeild, fór á sjóinn, var að kenna á Vopnafirði og fleira. En ætlaði listamannsonurinn þá að verða kapítalisti? Ívar skellir upp úr og segir: „Ég ætlaði alla vega ekki að verða listamaður og jú, auðvitað þótt ég svarti sauðurinn hjá þeim listamönnum og heimspekingum sem ég hafði þekkt alla æsku. Að velja viðskiptafræði var nokkurs konar landráð.“ Guðmundur: Ætlaði að verða fræg poppstjarna Guðmundur segir sína skólagöngu framan af hafa verið mjög svipaða. Nema að hann stefndi aldrei á neinn business. Þegar að ég var ekki að stelast inn í herbergi til Ívars til að hanga í tölvunni var ég að spila plötur. Ég sá fyrir mér að verða fræg poppstjarna, var í hljómsveit og við ætluðum að meika það,“ segir Guðmundur og ekki laust við að glettnin skíni úr augunum. „Síðan var þetta svipað hjá mér eftir stúdentinn. Ég vann á ýmsum stöðum. Meira að segja líka á geðdeild eins og Ívar,“ segir Guðmundur. Að þessu sögðu sammælast bræðurnir um að geðdeildin sé reyndar vinnustaður sem margir hefðu gott af því að kynnast. „Ég vildi ekki endilega verða myndlistarmaður eins og pabbi en það blundaði samt alltaf í mér að gera eitthvað sem tengdist sköpun,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Ég endaði síðan með því að fara í grafíska hönnun í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sem síðar varð að Listaháskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég árið 2001 og fór svo fljótlega að vinna hjá í CCP.“ Nánir bræður: Guðmundur og Ívar störfuðu lengi saman hjá CCP en eiga nú fyrirtækið 1939 Games saman. Þeir segjast vera góðir vinir innan sem utan vinnu og verja töluverðum frítíma saman líka.Vísir/Vilhelm Árin í CCP CCP var stofnað í júní árið 1997 af þeim Reyni Harðarsyni, Þórólfi Beck Kristjónssyni og Ívari Kristjánssyni. Ívar var þá í háskólanáminu. „Ég hef oft hlegið að því síðar að aðkoman mín að CCP í upphafi og aðkoman mín að 1939 Games var svipuð að því leytinu til að í báðum tilfellum ætlaði ég bara að vera með í byrjun, svona til að hjálpa til með fjármálin og koma fyrirtækjunum á legg,“ segir Ívar og hlær. „Á þessum tíma voru félagar mínir Reynir Harðar og Þórólfur með þessa hugmynd að Eve Online leiknum. En þeir þurftu aðstoð við að koma hugmyndinni í eitthvað rekstrarform. Gera áætlanir og líkön og fleira. Ég sá fyrir mér að hjálpa þeim í þrjá til sex mánuði en endaði með að vera þarna í sautján ár!“ Og þótt velgengnin hafi verið mikil hjá CCP síðustu árin, fór það fyrirtæki í gegnum sitt sprotaskeið eins og aðrir. Fyrstu sjö árin, eða allt fram til ársins 2003, vorum við oft dansandi á brúninni, alveg að verða gjaldþrota. Þannig að þetta var tími sem tók verulega á. Ekki aðeins að maður þyrfti sjálfur að eiga til fyrir salti í grautinn heldur störfuðu hjá okkur fullt af fólki sem maður vissi að þyrfti að standa skil á sínu, greiða húsaleigu og annað. Þannig að maður fann til ábyrgðar gagnvart heildinni.“ Þá segir Ívar að stuðningsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja hafi verið allt annað á þessum tíma en það er í dag. Fyrir CCP skipti það því sköpum þegar Landssíminn gerðist stór hluthafi, en Landssíminn hafði þá þegar stutt dyggilega við ýmis tæknifyrirtæki með fjárfestingum sínum. „Þetta var á þessum dotcom árum 1997 til 1999, þegar internetið var að breiðast út og við sáum tækifæri fyrir stóran tölvuleik þar sem menn gætu spilað saman hvaðan sem er í heiminum.“ Ívar segir sitt mat vera að allt eigi þó sinn tíma. Eftir að hafa starfað hjá CCP í sautján ár, bæði sem forstjóri og sem fjármálastjóri, langaði honum að breyta til. Þetta var árið 2015. Ívari bauðst framkvæmdastjórastarf hjá ATMO Select, fyrirtæki sem sérhæfir sig í tónlistarmiðlun á fyrirtækjamarkaði og átti að tryggja fjármögnun og leiða uppbyggingu á því fyrirtæki í Evrópu. Atmo Select opnaði útibú í Amsterdam og Berlín og náði nokkrum stórum samningum í Hollandi og Þýskalandi og víða á Norðurlöndunum. „En þá bankaði litli bróðir á dyrnar,“ segir Ívar og hlær. Guðmundur lýsir því þegar hann fékk hugmyndina að KARDS tölvuleiknum eins og sýn sem laust niður í huga hana á einhvern magnaðan hátt. Leikurinn byggir á síðari heimstyrjöldinni og rifjar Guðmundur það meðal annars upp þegar hann lék sér með tindáta þegar hann var gutti. Vísir/Vilhelm Seinni heimstyrjöldin og Guðmundur Guðmundur starfaði hjá CCP í tólf ár og hélt áfram að starfa þar, þótt Ívar væri hættur. Fyrir tilviljun fékk hann hugmynd að nýjum leik: Leik sem í raun byggir á seinni heimstyrjöldinni. Sá leikur heitir KARD og lýsir Guðmundur því þegar hugmyndin fæddist. Í orðsins fyllstu merkingu laust hugmyndinni niður í huga mér, eins og einhvers konar sýn,“ segir Guðmundur og Ívar kinkar kolli. Bræðurnir segja þessa lýsingu mögulega hljóma mjög dramatíska. En svona hafi þetta einfaldlega verið og viðurkennir Guðmundur að þessi uppljómun hafi í raun verið mögnuð upplifun. „Ég var samt enn að vinna hjá CCP en eftir að hugmyndin kom, fór ég að dunda mér í því á kvöldin að þróa þetta aðeins áfram, teikna upp leikinn og fleira.“ Guðmundur segist strax hafa vitað að hann væri með góðan efnivið í höndunum. Seinni heimstyrjöldin hafi verið skelfilegt tímabil en um leið áhugavert og jafnvel heillandi á sumum sviðum. „Hetjusögur, rómantík og dramatík, það var svo margt sem gerðist á stríðsárunum. Ekki bara það skelfilegasta eða versta.“ Guðmundur er giftur og fjögurra barna faðir. Að reka stórt heimili, hætta í öruggu starfi og skella sér í nýsköpun og þróun var því ekki valkostur sem honum hugnaðist sérstaklega vel. Eftir að hafa vafrað aðeins á netinu og lesið sér til um frumherjastyrk Rannís, leitaði hann til Ívars bróður síns eftir hjálp. Aftur var Ívar því kominn í það verkefni að koma hugmynd í rekstrarform, gera áætlanir og líkön. Umsókn um frumherjastyrk var send inn og viti menn: Styrkinn fékk Guðmundur! Þetta var árið 2015 og segja bræðurnir að síðan þá hafi margir komið að þróun leiksins. Í raun eigi tölvuleikir margt sameiginlegt með kvikmyndaframleiðslu. Þar komi margir að hugmynda- og handritagerð, hugmyndir mótast, þróast, breytast og verða til. „Að sjá leikinn síðan verða fyrir alvöru til er eins og að upplifa eitthvað magical. Í staðinn fyrir að vera eins og einn maður með eitt strengjahljóðfæri er kominn kvartett sem síðan verður að heilli sinfóníu.“ Nokkur umræða skapast um það hvort bræðurnir telji ástríðuna sína fyrir að skapa tölvuleiki mögulega tengjast listagenum úr föðurlegg. Bræðurnir eru ekki frá því að svo sé. Auðvitað sé tölvuleikjaheimurinn allt annar en listaheimur föður þeirra, en í þessum heimi fari þó heilmikil sköpun fram; Myndrænt, sjónrænt, hljóðrænt og hugmyndalega. En Guðmundur, er einhver skýring á því hvers vegna þú fékkst hugmynd sem tengist stríðstímum sem voru löngu fyrir þína tíð? Ég held að ástríðan fyrir þessum tíma hafi alltaf blundað í mér. Allt frá því að ég var bara gutti að leika mér með tindáta. Ég hef einhverra hluta vegna alltaf verið mjög heillaður af seinni heimstyrjöldinni. Þetta var auðvitað hræðilegt tímabil en um leið uppspretta svo margra sagna og þótt svo margt hafi gerst á þessum tíma sem var algjör hryllingur, var líka ótrúlega margt merkilegt og jákvætt sem gerðist í mannkynssögunni. Margar hetjur urðu til á þessum tíma.“ Þá segir Guðmundur að þótt leikurinn sé auðvitað bara tiltölulega einfaldur herkænskuleikur sé öll hönnun og umgjörð trú sögunni eins og hægt er. „Þemað er allt eitthvað sem við leggjum mikinn metnað í að sækja frá þessum tíma og sögunni sjálfri. Ekki bara myndrænt heldur líka sem atmosphere eða upplifun spilarans á tíðarandanum. Við leggjum mikið upp úr þessari hönnun og erum til viðbótar með ýmis alveg júník leikkerfi sem við sjáum að fólk er hreinlega að fíla.“ Ívar er meðal stofnenda CCP og var í háskólanámi þegar það félag var stofnað. Upphaflega ætlaði hann aðeins að hjálpa til þar í nokkra mánuði en endaði með að starfa þar í sautján ár: Bæði sem forstjóri og sem fjármálastjóri. Aðkoman að 1939 Games var svipuð: Í fyrstu ætlaði hann bara að hjálpa litla bróður aðeins en áður en varði var hann kominn í fullt starf þar sem framkvæmdastjóri.Vísir/Vilhelm Framandi vöxtur: Suður-Kórea og Finnland? Frumherjastyrkurinn sem Guðmundur fékk hljóðaði upp á sjö milljónir króna í tvö ár. Styrkurinn varð til þess að Guðmundur afréð að taka af skarið, hætta hjá CCP og snúa sér alfarið að þróun KARDS. Bræðurnir stofnuðu félagið 1939 Games árið 2015 og áður en varði, var Ívar kominn þangað í fullt starf sem framkvæmdastjóri. KARDS er enn sem komið er leikur sem spilaður er á PC tölvur. Eins og áður sagði, hefur leikurinn nú þegar skilað ríflega 400 milljónum króna í tekjur og það þótt leikurinn hafi aðeins komið út í fyrra. Hátt í milljón manns hafa nú þegar hlaðið leikinn niður en að jafnaði spila hann um 65-70 þúsund notendur á mánuði. „Tekjulíkanið er þannig að fólk borgar ekki fyrir að spila leikinn. En það getur keypt sér ýmislegt þegar það er að spila. Um 10% notenda gerir það en um 90% notenda spila oftast leiki án þess að kaupa eitthvað. Í raun þýðir þetta að það eru þessi 10% sem eru að greiða fyrir alla hina,“ segir Ívar. Árið 2022 verður líka stórt ár fyrir fyrirtækið því þá er ætlunin að opna fyrir leikinn í snjallsímum, bæði Android og iOS, en símamarkaðurinn er mun stærri markaður fyrir tölvuleiki en PC tölvur. KARDS sem símaleikur getur því hæglega þýtt fimm- til tíföldun í tekjum og fjölda notenda á stuttum tíma. „Þetta er orðinn svo stór afþreyingargeiri að bransinn er nú þegar orðinn stærri en kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn til samans. Stelpur og konur eru líka í auknum mæli að koma sterkar inn sem notendur og byrjaðar að spila meira eftir að leikirnir færðust mikið yfir í síma,“ segir Guðmundur og bætir því við í að þess vegna væri æskilegt að fá fleiri konur inn í tæknigeirann og þróun. Í haust sagði Vísir frá því að 1939 Games hefði fengið um 5,3 milljónir Bandaríkjadala frá þremur Suðurkóreskum fjárfestingasjóðum. Í þeirri frétt kom einnig fram að fyrirtækið væri nú þegar búið að opna starfsstöð í Helsinki í Finnlandi. En stöldrum nú aðeins við….. Hvers vegna Suður-Kórea? Og hvers vegna Finnland? „Suður- Kórea er risamarkaður í heimi tölvuleikja og það eru Asíulöndin öll. Með því að fá inn Suður-Kóreska fjárfesta, opnast ekki aðeins tækifæri til að þróa leikinn fyrir símamarkaðinn heldur einnig til að komast sterkar inn á Asíumarkaðinn,“ útskýra bræðurnir. En hafa Asíubúar svona mikinn áhuga á seinni heimstyrjöldinni, stríði sem við tengjum við Evrópu? „Það eru aðallega við vesturlandsbúar sem tengjum seinni heimstyrjöldina við Evrópu. Við höldum oft að allt snúist um okkur. Hið rétta er að Kína, Japan, Kórea, Taíland, Filipseyjar og bara öll Asía var undirlögð í þessu stríði,“ svarar Guðmundur og vísar þar meðal annars til Kyrrahafsstríðsins, Pearl Harbor og fleiri stórra viðburða sem voru ekkert síður átakanlegir tímar og hluti af heimstyrjöldinni síðari. Í fyrrgreindri frétt var líka sagt frá því að nýverið opnaði 1939 Games skrifstofu í Helsinki í Finnlandi. Bræðurnir segja oft talað um Helsinki sem Mekka símaleikja. Þess vegna sé starfstöð þar gott tækifæri til að ráða sérhæft starfsfólk fyrir símaútgáfu leiksins. Oft í stöðugildi sem erfitt er að manna á Íslandi en hjá fyrirtækinu í dag starfa tuttugu manns. „Skapgerð Íslendinga og Finna er líka mjög lík að mörgu leyti. Ég veit ekki hvað skýrir það út en við virðumst ná vel saman, tengjast vel og eiga auðvelt með að vinna saman,“ segir Guðmundur og Ívar bætir við: „Kannski er það bara kuldinn og skammdegið sem báðir aðilar þekkja svo vel.“ Hluti af starfshóp 1939 Games í skemmtilegu húsnæði að Eyjaslóð í Reykjavík, f.v.: Alfred, Guðmundur, Thomas, Pedro, Magnus, Ívar Ólafur, Raphaelle, Ingólfur, Magnús Kári, Ari Páll og Julia.Vísir/Vilhelm „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi…“ Bræðurnir segja að þótt tölvuleikjabransinn sé áhættusamur í eðli sínu, hafi þeir sterka sannfæringu fyrir því að KARDS leikurinn muni ná langt. „Einn af hverjum tíu leikjum sem eru gefnir út, verða fyrir alvöru að einhverju og við höfum trú á að svo verði um KARDS þótt framboð tölvuleikja sé mikið. En við höfum verið varkárir líka. Stilltum tekjulíkaninu strax þannig upp að við færum að fá tekjur strax og leikurinn kom út og leyfðum leiknum þó að koma út áður en allri þróun var lokið,“ segir Ívar. „Að gera það, gefur okkur tækifæri til að fá endurgjöf frá spilurum sem endar síðan með að verða nokkurs konar samspil á milli okkar sem þróum leikinn og þeirra sem spila leikinn,“ segir Guðmundur. En hvernig er að vera bræður og vinna saman alla daga? Við erum bara svo góðir vinir. Við vinnum saman en erum líka mikið saman utan vinnu, spilum tennis, hjólum, veiðum og göngum á fjöll,“ segir Guðmundur og bætir því við að vinahópurinn þeirra samanstandi líka af mörgum sameiginlegum vinum og kunningjum, sem aftur stuðli að því að frítímanum er oft varið saman líka. Bræðurnir segja samstarfið þeirra á milli líka ganga mjög vel. Kannski sérstaklega vegna þess að þeir starfa á ólíkum sviðum innan fyrirtækisins, þótt þeir starfi saman. „En við ræddum þetta alveg í upphafi,“ segir Ívar og bætir við: Við höfum unnið lengi saman því við unnum líka saman hjá CCP. En við vissum að með stofnun 1939 Games yrði þetta öðruvísi. Nú eigum við fyrirtæki saman og vinnum enn nánar saman en áður. Við töluðum því um að þótt við myndum leggja allt kapp okkar á að fyrirtækið muni ganga upp, megum við aldrei setja hvorn annan í þá stöðu að reksturinn skaði sambandið okkar sem bræðra.“ Fjölskyldumynd sem tekin var á Arnarstapa 2020. Aftari röð frá vinstri: Solveig María Magnúsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson og Ása Guðmundsdóttir en hún er elsta dóttir Guðmundar og úr fyrra sambandi. Næst kemur Solveig María Ívarsdóttir, elsta dóttir Ívars sem hann átti úr fyrra sambandi, Ívar Kristjánsson, Arnkatla Ívarsdóttir, Hrafnkatla Ívarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, sem er eiginkoa Ívars. Í fremri röð frá vinstri er eiginkona Guðmundar Cécile Parcillié og börnin þeirra: Kristján Guðmundsson, Katrín Guðmundsdóttir, Vaka Guðmundsdóttir og síðan sonur Ívars og Bryndísar, Ívar Kristján sem stendur við hliðina á hundi fjölskyldu Ívars og Bryndísar: Krumma. En það er ekki nóg með að bræðurnir hafi starfað í tölvuleikjabransanum lengi, því það hefur móðir þeirra Solveig María einnig gert. „Mamma byrjaði hjá okkur á upphafsárum CCP. Bara svona að hjálpa til, halda skrifstofunni í horfinu og fljótlega fór hún síðan að sjá um matinn fyrir okkur. Það ílengdist og áður en maður vissi af var hún komin með fimm manns í vinnu í stóru mötuneyti sem sá um mat fyrir hátt í 300 manns á dag!“ segir Ívar. Og Guðmundur bætir við: „Nú er mamma orðin 72 ára og formlega hætti hún að vinna hjá CCP í vor. Þá voru komin 25 ár frá því að hún byrjaði hjá þeim. En ég get samt ekki séð að hún sé alveg hætt því hún virðist alltaf vera þarna að leysa af og svona, nú síðast bara fyrir stuttu síðan.“ „Já mamma er löngu orðin mamma allra í bransanum,“ segir Ívar og bræðurnir kinka samstilltir kolli. Helgarviðtal Atvinnulífsins Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Eitt þeirra fyrirtækja sem sló um sig með jákvæðum fréttum er tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games. Félagið lauk á árinu 5,3 milljón Bandaríkjadala hlutafjárútboði og var valið Vaxtarsproti ársins 2021 hjá Samtökum Iðnaðarins. Er Ísland kannski að eignast fleiri stór fyrirtæki eins og CCP? Ef svo er, er til mikils að vinna. Ekki aðeins starfa hjá CCP ríflega 300 manns heldur var velta fyrirtækisins tímabilið 2017-2020 um sex til átta milljarðar á ári. Næst á eftir í tekjum fyrir tölvuleik er 1939 Games. Fyrsti leikurinn þeirra, KARDS, var gefinn út árið 2020 og síðan þá hefur leikurinn skilað ríflega 400 milljónum króna í tekjur. Stærsta tækifærið liggur þó í símaútgáfu leiksins sem nú er verið að vinna að og áætluð er á markað næsta sumar. Atvinnulífið settist niður með stofnendum fyrirtækisins, bræðrunum Ívari og Guðmundi Kristjánssonum. Hvaðan koma þeir, hverjir eru þeir og hvert ætla þeir? Sæt mynd af bræðrunum Ívari og Guðmundi sem bjuggu fyrstu æviárin sín í Amsterdam í Hollandi. Þar var þó alltaf töluð íslenska heima fyrir. Frá Amsterdam fluttu þeir til Hjalteyrar við Eyjafjörð. Faðir bræðranna er einn þekktasti myndlistamaður Íslendinga, Kristján Guðmundsson. Frá Amsterdam til Hjalteyrar Bræðurnir Ívar og Guðmundur eru listamannssynir því faðir þeirra er Kristján Guðmundsson, einn þekktasti myndlistamaður Íslendinga. Kristján tilheyrir SÚM-hópnum svokallaða, hópi ungra og framsækinna listamanna sem vöktu athygli á sjöunda áratugnum. Móðir bræðranna er Solveig María Magnúsdóttir, en hún á eftir að koma fram síðar í þessu viðtali. Árið 1970 fluttu Kristján og Solveig með fjölskylduna til Amsterdam í Hollandi. Ívar var þá fæddur, en hann fæddist árið 1969. Guðmundur fæddist hins vegar á meðan að fjölskyldan bjó úti, en hann er fæddur árið 1973. „Hollenskan var fyrsta tungumálið okkar. Við vorum þar í sex ár í skóla en það var alltaf töluð íslenska heima,“ segir Ívar um árin í Amsterdam. Árið 1979 urðu miklar breytingar á högum fjölskyldunnar. Því þá flutti hún úr stórborg og á Hjalteyri við Eyjafjörð. Hvers vegna þangað? „Pabbi var að sýna á Akureyri og fóru aðstandendur sýningarinnar með pabba og mömmu í bíltúr um Eyjafjörðinn. Í þessum bíltúr sáu þau gamalt stórt timburhús á Hjalteyri sem ber heitið Gamla Hótelið en það hafði staðið autt í tólf ár. Það var komin einhver heimþrá í mömmu og pabba sem enduðu með að gera tilboð af rælni í húsið. Og fengu það á slikk!“ segir Ívar. Á Hjalteyri bjó fjölskyldan í þrjú ár. „Þetta var náttúrulega engin smá umbylting fyrir sex ára gutta að flytja frá Amsterdam á Hjalteyri,“ segir Guðmundur og hlær. „Frá stórborg yfir í algjört frelsi þar sem maður gat leikið sér út um allt og verið á bryggjunni að veiða alla daga.“ Fjölskyldan flutti síðan í vesturbæinn í Reykjavík og því kláruðu bræðurnir grunnskólann í Hagaskóla. Í gegnum tíðina hafa þeir þó oft farið til Hjalteyrar í fríum þar sem ættaróðalið stendur; Nú sem fjölskyldumenn með börn og dvelja þá í Gamla Hótelinu, húsinu sem faðir þeirra á enn. Húsið var byggt árið 1900 og hefur mikið verið gert upp síðan foreldrar þeirra keyptu það. En áður en við segjum skilið við bernsku- og unglingsárin spyr blaðamaður hvort það hafi verið eitthvað í æskunni sem benti til þess að bræðurnir myndu báðir dragast inn í heim tölvu- og tækniheima. Því ekki var það þekkt veröld á þeim tíma, eða hvað? „Jú jú. Ég var löngu byrjaður,“ segir Ívar og bendir á að á þeim tíma sem þeir bræðurnir eru að alast upp og verða unglingar, voru fyrstu leikirnir að verða til. Nintendo. Tetris. Spilakassar. „Ég keypti Amstrad tölvu og við vorum bara 15 ára bólugrafnir strákar sem héngu inni í herbergi að spila tölvuleiki,“ segir Ívar brosandi. „Og þegar hann var ekki heima, stalst ég inn í herbergið hans til að spila,“ segir Guðmundur og hlær. Ættaróðal fjölskyldunnar: Gamla hótelið á Hjalteyri sem byggt var árið 1900. Þar átti fjölskyldan heima í þrjú ár en húsið hefur verið gert mikið upp síðan það var keypt. Bræðurnir sækja enn mikið á Hjalteyri, fara þangað á sumrin en nú sem fjölskyldumenn með maka og börn. Ívar: Einn stofnenda FM957 og CCP Þegar Ívar lítur til baka er hann ekki frá því að þessi áhugi á tölvuleikjum unglingsáranna hafi verið uppsprettan af ákveðinni ástríðu sem aldrei hefur horfið. „Þarna sá maður glitta í einhverja nýja veröld sem var að verða til….“ Þó stefndi hann á allt annað þegar hann fór í nám því sem stúdent útskrifaðist hann frá Fjölbrautaskóla Ármúla af viðskiptabraut. „Þegar að ég var 19 ára vorum við nokkrir saman sem stofnuðum FM957. Þetta var róttæk útvarpsstöð, svona meira eins og X-ið kannski varð síðar. Ég hafði starfað við Útrás, sem var útvarpsstöð framhaldsskólanema og árið 1989 sáum við nokkrir félagar tækifæri til að stofna almenna útvarpsstöð. Við byrjuðum á því að leigja stúdíóið af Útrás og ég man að við keyptum sendi á kaupleigu sem kostaði tvær milljónir króna, sem var mikill peningur í þá daga“ Stöðin fór í loftið 2.júní og viti menn: Hún sló strax í gegn og varð vinsælasta stöðin í Reykjavík á einni nóttu. Þarna voru nöfn sem síðar urðu stór. Ásgeir Tómasson, Steingrímur Ólafsson, Þorsteinn Högni Gunnarsson, fyrrverandi CCP-ari og nú forstjóri finnsk- íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Mainframe Industries, Richard Scobie, Siggi Gröndal, Stefán Baxter og fleiri,“ segir Ívar og ekki laust við að honum finnist nokkuð gaman að rifja upp þennan tíma. Sjálfur segir hann sitt hlutverk hafa falist í því að sjá um reksturinn og fjármálin. Þó hafi hópurinn auðvitað verið frekar grænn á bakvið eyrun í fyrirtækjarekstri. Þannig rifjast það upp fyrir honum að mörgum árum eftir að hann hafði sagt skilið við útvarpið og kominn í allt aðra hluti, dúkkaði upp stefna vegna skattaskuldar FM957. „Ég var þá enn skráður sem varamaður í stjórn“ segir Ívar skellihlæjandi en tekur fram að hann hafi svo sem ekki lent í neinu vegna þessa, málin hafi bara verið leiðrétt fljótt og vel. „En þarna vaknaði áhuginn á rekstri og þetta var mjög lærdómríkur tími þar sem maður lærði það svolítið að taka slaginn. Útvarpsreksturinn var því reynsla sem kom að góðum notum síðar,“ segir Ívar og vísar þar til upphafsára CCP. „Jafnvel miðað við verstu spár á þetta að geta gengið,“ sagði fyrsti fjármálastjóri FM957 Ívar í viðtali sem birt var í Vikunni í júní 1989. Ívar var einn stofnenda stöðvarinnar og var 19 ára þegar þetta var. Margir sem tóku þátt í dagskrárgerð FM957 á þessum upphafstíma urðu að stórum nöfnum í fjölmiðlum og atvinnulífi síðar. Nokkrum árum síðar fór Ívar í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Í millitíðinni starfaði hann á ýmsum stöðum. Svo sem geðdeild, fór á sjóinn, var að kenna á Vopnafirði og fleira. En ætlaði listamannsonurinn þá að verða kapítalisti? Ívar skellir upp úr og segir: „Ég ætlaði alla vega ekki að verða listamaður og jú, auðvitað þótt ég svarti sauðurinn hjá þeim listamönnum og heimspekingum sem ég hafði þekkt alla æsku. Að velja viðskiptafræði var nokkurs konar landráð.“ Guðmundur: Ætlaði að verða fræg poppstjarna Guðmundur segir sína skólagöngu framan af hafa verið mjög svipaða. Nema að hann stefndi aldrei á neinn business. Þegar að ég var ekki að stelast inn í herbergi til Ívars til að hanga í tölvunni var ég að spila plötur. Ég sá fyrir mér að verða fræg poppstjarna, var í hljómsveit og við ætluðum að meika það,“ segir Guðmundur og ekki laust við að glettnin skíni úr augunum. „Síðan var þetta svipað hjá mér eftir stúdentinn. Ég vann á ýmsum stöðum. Meira að segja líka á geðdeild eins og Ívar,“ segir Guðmundur. Að þessu sögðu sammælast bræðurnir um að geðdeildin sé reyndar vinnustaður sem margir hefðu gott af því að kynnast. „Ég vildi ekki endilega verða myndlistarmaður eins og pabbi en það blundaði samt alltaf í mér að gera eitthvað sem tengdist sköpun,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Ég endaði síðan með því að fara í grafíska hönnun í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sem síðar varð að Listaháskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég árið 2001 og fór svo fljótlega að vinna hjá í CCP.“ Nánir bræður: Guðmundur og Ívar störfuðu lengi saman hjá CCP en eiga nú fyrirtækið 1939 Games saman. Þeir segjast vera góðir vinir innan sem utan vinnu og verja töluverðum frítíma saman líka.Vísir/Vilhelm Árin í CCP CCP var stofnað í júní árið 1997 af þeim Reyni Harðarsyni, Þórólfi Beck Kristjónssyni og Ívari Kristjánssyni. Ívar var þá í háskólanáminu. „Ég hef oft hlegið að því síðar að aðkoman mín að CCP í upphafi og aðkoman mín að 1939 Games var svipuð að því leytinu til að í báðum tilfellum ætlaði ég bara að vera með í byrjun, svona til að hjálpa til með fjármálin og koma fyrirtækjunum á legg,“ segir Ívar og hlær. „Á þessum tíma voru félagar mínir Reynir Harðar og Þórólfur með þessa hugmynd að Eve Online leiknum. En þeir þurftu aðstoð við að koma hugmyndinni í eitthvað rekstrarform. Gera áætlanir og líkön og fleira. Ég sá fyrir mér að hjálpa þeim í þrjá til sex mánuði en endaði með að vera þarna í sautján ár!“ Og þótt velgengnin hafi verið mikil hjá CCP síðustu árin, fór það fyrirtæki í gegnum sitt sprotaskeið eins og aðrir. Fyrstu sjö árin, eða allt fram til ársins 2003, vorum við oft dansandi á brúninni, alveg að verða gjaldþrota. Þannig að þetta var tími sem tók verulega á. Ekki aðeins að maður þyrfti sjálfur að eiga til fyrir salti í grautinn heldur störfuðu hjá okkur fullt af fólki sem maður vissi að þyrfti að standa skil á sínu, greiða húsaleigu og annað. Þannig að maður fann til ábyrgðar gagnvart heildinni.“ Þá segir Ívar að stuðningsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja hafi verið allt annað á þessum tíma en það er í dag. Fyrir CCP skipti það því sköpum þegar Landssíminn gerðist stór hluthafi, en Landssíminn hafði þá þegar stutt dyggilega við ýmis tæknifyrirtæki með fjárfestingum sínum. „Þetta var á þessum dotcom árum 1997 til 1999, þegar internetið var að breiðast út og við sáum tækifæri fyrir stóran tölvuleik þar sem menn gætu spilað saman hvaðan sem er í heiminum.“ Ívar segir sitt mat vera að allt eigi þó sinn tíma. Eftir að hafa starfað hjá CCP í sautján ár, bæði sem forstjóri og sem fjármálastjóri, langaði honum að breyta til. Þetta var árið 2015. Ívari bauðst framkvæmdastjórastarf hjá ATMO Select, fyrirtæki sem sérhæfir sig í tónlistarmiðlun á fyrirtækjamarkaði og átti að tryggja fjármögnun og leiða uppbyggingu á því fyrirtæki í Evrópu. Atmo Select opnaði útibú í Amsterdam og Berlín og náði nokkrum stórum samningum í Hollandi og Þýskalandi og víða á Norðurlöndunum. „En þá bankaði litli bróðir á dyrnar,“ segir Ívar og hlær. Guðmundur lýsir því þegar hann fékk hugmyndina að KARDS tölvuleiknum eins og sýn sem laust niður í huga hana á einhvern magnaðan hátt. Leikurinn byggir á síðari heimstyrjöldinni og rifjar Guðmundur það meðal annars upp þegar hann lék sér með tindáta þegar hann var gutti. Vísir/Vilhelm Seinni heimstyrjöldin og Guðmundur Guðmundur starfaði hjá CCP í tólf ár og hélt áfram að starfa þar, þótt Ívar væri hættur. Fyrir tilviljun fékk hann hugmynd að nýjum leik: Leik sem í raun byggir á seinni heimstyrjöldinni. Sá leikur heitir KARD og lýsir Guðmundur því þegar hugmyndin fæddist. Í orðsins fyllstu merkingu laust hugmyndinni niður í huga mér, eins og einhvers konar sýn,“ segir Guðmundur og Ívar kinkar kolli. Bræðurnir segja þessa lýsingu mögulega hljóma mjög dramatíska. En svona hafi þetta einfaldlega verið og viðurkennir Guðmundur að þessi uppljómun hafi í raun verið mögnuð upplifun. „Ég var samt enn að vinna hjá CCP en eftir að hugmyndin kom, fór ég að dunda mér í því á kvöldin að þróa þetta aðeins áfram, teikna upp leikinn og fleira.“ Guðmundur segist strax hafa vitað að hann væri með góðan efnivið í höndunum. Seinni heimstyrjöldin hafi verið skelfilegt tímabil en um leið áhugavert og jafnvel heillandi á sumum sviðum. „Hetjusögur, rómantík og dramatík, það var svo margt sem gerðist á stríðsárunum. Ekki bara það skelfilegasta eða versta.“ Guðmundur er giftur og fjögurra barna faðir. Að reka stórt heimili, hætta í öruggu starfi og skella sér í nýsköpun og þróun var því ekki valkostur sem honum hugnaðist sérstaklega vel. Eftir að hafa vafrað aðeins á netinu og lesið sér til um frumherjastyrk Rannís, leitaði hann til Ívars bróður síns eftir hjálp. Aftur var Ívar því kominn í það verkefni að koma hugmynd í rekstrarform, gera áætlanir og líkön. Umsókn um frumherjastyrk var send inn og viti menn: Styrkinn fékk Guðmundur! Þetta var árið 2015 og segja bræðurnir að síðan þá hafi margir komið að þróun leiksins. Í raun eigi tölvuleikir margt sameiginlegt með kvikmyndaframleiðslu. Þar komi margir að hugmynda- og handritagerð, hugmyndir mótast, þróast, breytast og verða til. „Að sjá leikinn síðan verða fyrir alvöru til er eins og að upplifa eitthvað magical. Í staðinn fyrir að vera eins og einn maður með eitt strengjahljóðfæri er kominn kvartett sem síðan verður að heilli sinfóníu.“ Nokkur umræða skapast um það hvort bræðurnir telji ástríðuna sína fyrir að skapa tölvuleiki mögulega tengjast listagenum úr föðurlegg. Bræðurnir eru ekki frá því að svo sé. Auðvitað sé tölvuleikjaheimurinn allt annar en listaheimur föður þeirra, en í þessum heimi fari þó heilmikil sköpun fram; Myndrænt, sjónrænt, hljóðrænt og hugmyndalega. En Guðmundur, er einhver skýring á því hvers vegna þú fékkst hugmynd sem tengist stríðstímum sem voru löngu fyrir þína tíð? Ég held að ástríðan fyrir þessum tíma hafi alltaf blundað í mér. Allt frá því að ég var bara gutti að leika mér með tindáta. Ég hef einhverra hluta vegna alltaf verið mjög heillaður af seinni heimstyrjöldinni. Þetta var auðvitað hræðilegt tímabil en um leið uppspretta svo margra sagna og þótt svo margt hafi gerst á þessum tíma sem var algjör hryllingur, var líka ótrúlega margt merkilegt og jákvætt sem gerðist í mannkynssögunni. Margar hetjur urðu til á þessum tíma.“ Þá segir Guðmundur að þótt leikurinn sé auðvitað bara tiltölulega einfaldur herkænskuleikur sé öll hönnun og umgjörð trú sögunni eins og hægt er. „Þemað er allt eitthvað sem við leggjum mikinn metnað í að sækja frá þessum tíma og sögunni sjálfri. Ekki bara myndrænt heldur líka sem atmosphere eða upplifun spilarans á tíðarandanum. Við leggjum mikið upp úr þessari hönnun og erum til viðbótar með ýmis alveg júník leikkerfi sem við sjáum að fólk er hreinlega að fíla.“ Ívar er meðal stofnenda CCP og var í háskólanámi þegar það félag var stofnað. Upphaflega ætlaði hann aðeins að hjálpa til þar í nokkra mánuði en endaði með að starfa þar í sautján ár: Bæði sem forstjóri og sem fjármálastjóri. Aðkoman að 1939 Games var svipuð: Í fyrstu ætlaði hann bara að hjálpa litla bróður aðeins en áður en varði var hann kominn í fullt starf þar sem framkvæmdastjóri.Vísir/Vilhelm Framandi vöxtur: Suður-Kórea og Finnland? Frumherjastyrkurinn sem Guðmundur fékk hljóðaði upp á sjö milljónir króna í tvö ár. Styrkurinn varð til þess að Guðmundur afréð að taka af skarið, hætta hjá CCP og snúa sér alfarið að þróun KARDS. Bræðurnir stofnuðu félagið 1939 Games árið 2015 og áður en varði, var Ívar kominn þangað í fullt starf sem framkvæmdastjóri. KARDS er enn sem komið er leikur sem spilaður er á PC tölvur. Eins og áður sagði, hefur leikurinn nú þegar skilað ríflega 400 milljónum króna í tekjur og það þótt leikurinn hafi aðeins komið út í fyrra. Hátt í milljón manns hafa nú þegar hlaðið leikinn niður en að jafnaði spila hann um 65-70 þúsund notendur á mánuði. „Tekjulíkanið er þannig að fólk borgar ekki fyrir að spila leikinn. En það getur keypt sér ýmislegt þegar það er að spila. Um 10% notenda gerir það en um 90% notenda spila oftast leiki án þess að kaupa eitthvað. Í raun þýðir þetta að það eru þessi 10% sem eru að greiða fyrir alla hina,“ segir Ívar. Árið 2022 verður líka stórt ár fyrir fyrirtækið því þá er ætlunin að opna fyrir leikinn í snjallsímum, bæði Android og iOS, en símamarkaðurinn er mun stærri markaður fyrir tölvuleiki en PC tölvur. KARDS sem símaleikur getur því hæglega þýtt fimm- til tíföldun í tekjum og fjölda notenda á stuttum tíma. „Þetta er orðinn svo stór afþreyingargeiri að bransinn er nú þegar orðinn stærri en kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn til samans. Stelpur og konur eru líka í auknum mæli að koma sterkar inn sem notendur og byrjaðar að spila meira eftir að leikirnir færðust mikið yfir í síma,“ segir Guðmundur og bætir því við í að þess vegna væri æskilegt að fá fleiri konur inn í tæknigeirann og þróun. Í haust sagði Vísir frá því að 1939 Games hefði fengið um 5,3 milljónir Bandaríkjadala frá þremur Suðurkóreskum fjárfestingasjóðum. Í þeirri frétt kom einnig fram að fyrirtækið væri nú þegar búið að opna starfsstöð í Helsinki í Finnlandi. En stöldrum nú aðeins við….. Hvers vegna Suður-Kórea? Og hvers vegna Finnland? „Suður- Kórea er risamarkaður í heimi tölvuleikja og það eru Asíulöndin öll. Með því að fá inn Suður-Kóreska fjárfesta, opnast ekki aðeins tækifæri til að þróa leikinn fyrir símamarkaðinn heldur einnig til að komast sterkar inn á Asíumarkaðinn,“ útskýra bræðurnir. En hafa Asíubúar svona mikinn áhuga á seinni heimstyrjöldinni, stríði sem við tengjum við Evrópu? „Það eru aðallega við vesturlandsbúar sem tengjum seinni heimstyrjöldina við Evrópu. Við höldum oft að allt snúist um okkur. Hið rétta er að Kína, Japan, Kórea, Taíland, Filipseyjar og bara öll Asía var undirlögð í þessu stríði,“ svarar Guðmundur og vísar þar meðal annars til Kyrrahafsstríðsins, Pearl Harbor og fleiri stórra viðburða sem voru ekkert síður átakanlegir tímar og hluti af heimstyrjöldinni síðari. Í fyrrgreindri frétt var líka sagt frá því að nýverið opnaði 1939 Games skrifstofu í Helsinki í Finnlandi. Bræðurnir segja oft talað um Helsinki sem Mekka símaleikja. Þess vegna sé starfstöð þar gott tækifæri til að ráða sérhæft starfsfólk fyrir símaútgáfu leiksins. Oft í stöðugildi sem erfitt er að manna á Íslandi en hjá fyrirtækinu í dag starfa tuttugu manns. „Skapgerð Íslendinga og Finna er líka mjög lík að mörgu leyti. Ég veit ekki hvað skýrir það út en við virðumst ná vel saman, tengjast vel og eiga auðvelt með að vinna saman,“ segir Guðmundur og Ívar bætir við: „Kannski er það bara kuldinn og skammdegið sem báðir aðilar þekkja svo vel.“ Hluti af starfshóp 1939 Games í skemmtilegu húsnæði að Eyjaslóð í Reykjavík, f.v.: Alfred, Guðmundur, Thomas, Pedro, Magnus, Ívar Ólafur, Raphaelle, Ingólfur, Magnús Kári, Ari Páll og Julia.Vísir/Vilhelm „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi…“ Bræðurnir segja að þótt tölvuleikjabransinn sé áhættusamur í eðli sínu, hafi þeir sterka sannfæringu fyrir því að KARDS leikurinn muni ná langt. „Einn af hverjum tíu leikjum sem eru gefnir út, verða fyrir alvöru að einhverju og við höfum trú á að svo verði um KARDS þótt framboð tölvuleikja sé mikið. En við höfum verið varkárir líka. Stilltum tekjulíkaninu strax þannig upp að við færum að fá tekjur strax og leikurinn kom út og leyfðum leiknum þó að koma út áður en allri þróun var lokið,“ segir Ívar. „Að gera það, gefur okkur tækifæri til að fá endurgjöf frá spilurum sem endar síðan með að verða nokkurs konar samspil á milli okkar sem þróum leikinn og þeirra sem spila leikinn,“ segir Guðmundur. En hvernig er að vera bræður og vinna saman alla daga? Við erum bara svo góðir vinir. Við vinnum saman en erum líka mikið saman utan vinnu, spilum tennis, hjólum, veiðum og göngum á fjöll,“ segir Guðmundur og bætir því við að vinahópurinn þeirra samanstandi líka af mörgum sameiginlegum vinum og kunningjum, sem aftur stuðli að því að frítímanum er oft varið saman líka. Bræðurnir segja samstarfið þeirra á milli líka ganga mjög vel. Kannski sérstaklega vegna þess að þeir starfa á ólíkum sviðum innan fyrirtækisins, þótt þeir starfi saman. „En við ræddum þetta alveg í upphafi,“ segir Ívar og bætir við: Við höfum unnið lengi saman því við unnum líka saman hjá CCP. En við vissum að með stofnun 1939 Games yrði þetta öðruvísi. Nú eigum við fyrirtæki saman og vinnum enn nánar saman en áður. Við töluðum því um að þótt við myndum leggja allt kapp okkar á að fyrirtækið muni ganga upp, megum við aldrei setja hvorn annan í þá stöðu að reksturinn skaði sambandið okkar sem bræðra.“ Fjölskyldumynd sem tekin var á Arnarstapa 2020. Aftari röð frá vinstri: Solveig María Magnúsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson og Ása Guðmundsdóttir en hún er elsta dóttir Guðmundar og úr fyrra sambandi. Næst kemur Solveig María Ívarsdóttir, elsta dóttir Ívars sem hann átti úr fyrra sambandi, Ívar Kristjánsson, Arnkatla Ívarsdóttir, Hrafnkatla Ívarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, sem er eiginkoa Ívars. Í fremri röð frá vinstri er eiginkona Guðmundar Cécile Parcillié og börnin þeirra: Kristján Guðmundsson, Katrín Guðmundsdóttir, Vaka Guðmundsdóttir og síðan sonur Ívars og Bryndísar, Ívar Kristján sem stendur við hliðina á hundi fjölskyldu Ívars og Bryndísar: Krumma. En það er ekki nóg með að bræðurnir hafi starfað í tölvuleikjabransanum lengi, því það hefur móðir þeirra Solveig María einnig gert. „Mamma byrjaði hjá okkur á upphafsárum CCP. Bara svona að hjálpa til, halda skrifstofunni í horfinu og fljótlega fór hún síðan að sjá um matinn fyrir okkur. Það ílengdist og áður en maður vissi af var hún komin með fimm manns í vinnu í stóru mötuneyti sem sá um mat fyrir hátt í 300 manns á dag!“ segir Ívar. Og Guðmundur bætir við: „Nú er mamma orðin 72 ára og formlega hætti hún að vinna hjá CCP í vor. Þá voru komin 25 ár frá því að hún byrjaði hjá þeim. En ég get samt ekki séð að hún sé alveg hætt því hún virðist alltaf vera þarna að leysa af og svona, nú síðast bara fyrir stuttu síðan.“ „Já mamma er löngu orðin mamma allra í bransanum,“ segir Ívar og bræðurnir kinka samstilltir kolli.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 „Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00
„Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00
„Í upphafi fólst áskorunin í því að fá mömmu og pabba til að sleppa tökunum“ „Tilhugsunin um að taka við sem framkvæmdastjóri var reyndar erfið því að ég vissi ekki hvort að systkinin mín myndu láta að stjórn. En það hefur gengið lygilega vel,“ segir Kristín Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima í léttum tón og systkinahópurinn; Kristín, Sigurður, Olga og Jóna skellir upp úr. 17. október 2021 08:00