„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 21:54 Notkun stórvirkra snjótætara eða blásasra hefur auðveldað snjómoksturinn mjög á seinni árum. Vísir/Tryggvi Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“ Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“
Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00
Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30