Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2021 14:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er maður ársins 2021 að mati fréttastofu Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar. Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar.
Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira