Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag vegna smitaðra ráðherra Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 13:31 Síðasti ríkisráðsfundur var á Bessastöðum þegar nýtt ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í lok nóvember. Vísir/Vilhelm Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag líkt og venja hefur verið undanfarna áratugi. Ástæðan er sú að í það minnsta þrír ráðherrar verða í einangrun um áramótin vegna kórónuveirusmits. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en þrír ráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins – þau Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – eru öll í einangrun vegna kórónuveirusmits. „Sú hefð að hafa fund í ríkisráði á gamlársdag hefur verið við lýði frá því að Kristján Eldjárn tók við embætti forseta Íslands. Á því hafa orðið þrjár undantekningar fram til þessa. Árið 1978 var ríkisráðsfundur haldinn degi fyrr og mun það hafa verið vegna þess að gamlárdag það ár bar upp á sunnudag. Árið 1980, á fyrsta ári Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli, var fundur boðaður en honum frestað á síðustu stundu vegna spennu og vanda í stjórnarsamstarfi. Árið 1989 var ríkisráðsfundur haldinn laugardaginn 30. desember, aftur væntanlega svo að hann skaraðist ekki á við messutíma á sunnudegi. Æ síðan hefur ríkisráð komið saman á gamlársdag. Næsti fundur í ríkisráði verður boðaður á nýju ári en dagsetning verður ákveðin síðar,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands og ráðherrar skipa saman ríkisráð og hefur forseti þar forsæti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en þrír ráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins – þau Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – eru öll í einangrun vegna kórónuveirusmits. „Sú hefð að hafa fund í ríkisráði á gamlársdag hefur verið við lýði frá því að Kristján Eldjárn tók við embætti forseta Íslands. Á því hafa orðið þrjár undantekningar fram til þessa. Árið 1978 var ríkisráðsfundur haldinn degi fyrr og mun það hafa verið vegna þess að gamlárdag það ár bar upp á sunnudag. Árið 1980, á fyrsta ári Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli, var fundur boðaður en honum frestað á síðustu stundu vegna spennu og vanda í stjórnarsamstarfi. Árið 1989 var ríkisráðsfundur haldinn laugardaginn 30. desember, aftur væntanlega svo að hann skaraðist ekki á við messutíma á sunnudegi. Æ síðan hefur ríkisráð komið saman á gamlársdag. Næsti fundur í ríkisráði verður boðaður á nýju ári en dagsetning verður ákveðin síðar,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands og ráðherrar skipa saman ríkisráð og hefur forseti þar forsæti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32
Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23
Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01