Byrjaði að leika á eldri árum og sló rækilega í gegn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 21:00 María Guðmundsdóttir, leikkona. Oddvar Hjartar Hún var algjör þjóðargersemi, segja vinir Maríu Guðmundsdóttur leikkonu sem lést nýverið eftir veikindi. Henni er lýst sem brjálæðislega fyndinni og skemmtilegri, en á sama tíma auðmjúkri og hógværri. María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi. Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
María Guðmundsdóttir fæddist á Akureyri þann níunda nóvember 1935. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur en leiklistin átti alltaf hug hennar og hjarta. Leiklistarferillinn hófst hins vegar ekki af alvöru fyrr en María lét af störfum sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun, en hún starfaði mikið fyrir Leikfélag Mosfellsbæjar og vann mikið með Steinda. „Allt sem ég hef gert hef ég nánast gert með Maríu, svona eiginlega. Eins og ég hef sagt áður þá var hún svona leynivopnið mitt. Ég gerði ekkert nema hafa hana með,“ segir Steindi. María sótti einnig spunanámskeið hjá Dóru Jóhannsdóttur, þar sem hún var elsti nemandinn frá upphafi. „En hún gaf þessum ungu ekkert eftir,“ segir Dóra. „Ég roðnaði alveg stundum þegar María var í spuna. Hún var svo óhrædd og hispurslaus, og svo þegar hún var ekki í spunanum þá var hún svo auðmjúk og þakklát, lét ekki mikið fyrir sér fara en á sviði var ekkert sem gat stoppað hana. Hún var bara svo ótrúlega fyndin.“ Dóra og Steindi segja það merkilegt að hugsa til þess að María hafi byrjað leiklistarferil sinn á eldri árum. Hins vegar sé aldrei of seint að gera það sem mann langar til. „Margir halda að þeir séu of gamlir til að gera eitthvað, að þetta sé bara of mikill fíflagangur fyrir eldra fólk, en maður er aldrei of gamall til að hlæja og fíflast,“ segir Dóra. María lést þann 14. desember síðastliðinn. Dóra og Steindi minnast vinkonu sinnar með mikilli hlýju. „Ég er bara þakklátur fyrir allar stundirnar og ég held að við ættum öll að vera það. Hún var algjör þjóðargersemi,“ segir Steindi.
Bíó og sjónvarp Mosfellsbær Leikhús Andlát Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira