Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 23:00 Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Kristný Þorgeirsdóttir, Berglind Egilsdóttir, Logi Árnason, Gunnar Sveinn Sigfússon, Agnes Gunnarsdóttir, Egill Orri Árnason, Gabríela Ýr Þorvaldsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir og Arnór Snær Sigurðsson. Aðsend mynd Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin. Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12