Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 11:27 Þórólfur sagði samstöðuna mikilvæga. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira