Hefði lokað í dag frekar en að velja milli kúnna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 10:31 Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, segist frekar að hann hefði lokað staðnum í dag en að gera upp á milli gesta. Vísir/Vilhelm Jakob Jakobsson á Jómfrúnni er einn þeirra veitingamanna sem fékk undanþágu frá hertum takmörkunum í dag. Hann segir málið ekki snúast um tekjutap heldur að hann hafi ekki viljað vísa kúnnum á dyr á Þorláksmessu. Jakob sendi umsóknarbréf um undanþágu til heilbrigðisráðherra í gær og óskaði eftir því að fá að hafa opið á Jómfrúnni á Þorláksmessu eins og reglur, sem gilt hafa undanfarnar vikur, kveða á um. Fallist var á það og verður þjónusta á staðnum því ekki skert miðað við reglur sem tóku gildi á miðnætti í dag. „Við höfum auðvitað verið í takmörkunum frá því í nóvember. Við erum að fá undanþágu frá þeim [reglum sem tóku gildi í dag] í einn dag. Ég get bara sagt í mínu tilfelli að þá er það þannig að þetta snýst ekki um gríðarlega hagsmuni, peninga og veltu eins og er kannski hjá mörgum í listageiranum heldur snýst þetta um það að við eigum mikla fastakúnna og Þorláksmessa er heilagur dagur hjá okkur og sömu fjölskyldurnar að koma ár eftir ár,“ sagði Jakob í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er tilfinningalegt. Þetta yfirvofandi óréttlæti sem mér fannst ég vera að upplifa og ég sendi inn þessa undanþágubeiðni, ég hefði ekki yfirfært það óréttlæti á mína gesti og hreinlega ákveðið að hafa staðinn lokaðan í dag ef þessi undanþága hefði ekki komið. Ég geri ekki upp á milli fastakúnna sem eru búnir að vera hjá okkur á þessum degi í kannski tuttugu ár.“ Ætlar að geyma hausverkinn við pantanir milli jóla og nýárs fram á annan í jólum Hann segist hafa fengið ýmsar tillögur um hvernig hann ætti að leysa málið. Til dæmis að hann ætti að halda uppboð um borðin, draga hverjir mættu koma í bingói í beinni útsendingu á Facebook og fleira. Það hafi þó ekki komið til greina að hans mati. Hann segist hafa átt von á því að fá undanþáguna. „Þetta kom úr tveimur áttum, bæði frá mér og Samtökum veitingamanna, SVEIT, sem ég er nú líka aðili að. Auðvitað fór ég mína leið, ég er í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og nýtti mér þau aðföng sem þar eru. En við pössuðum að mín umsók kæmi bara frá Jómfrúnni, þannig að hún væri aðili að málinu,“ segir Jakob. Hefði Jómfrúin ekki fengið undanþágu hefðu aðeins tuttugu mátt sitja inni á hverju hólfi, sem eru tvö á Jómfrúnni, hverju sinni. Hann segir jólavertíðina klárast meira og minna í dag þó sá dagur sem minnst er af bókunum á staðnum milli jóla og nýjárs telji 170 manns í bókunum. „Þann hausverk ætla ég bara að geyma þangað til á annan dag jóla,“ segir Jakob. „Mér fannst þetta bara mannlegt svona rétt fyrir jól“ Hann segir auðvitað fleiri veitingastaði í svipaðri stöðu og gamlársdagur sé risadagur í veitingageiranum. „Flestir staðir eru að vinna með „set-menut“ og þá er bara kampavínsskylda. Þar er undir gríðarleg velta og hagsmunir fyrir marga. Þannig að við skulum bara átta okkur á því að þessi undanþága sneritst bara um þennan eina dag. Ég er búinn að heyra einhverjar gagnrýnisraddir, hvaða rugl sé í gangi af hálfu yfirvalda, ég tek alls ekkert undir neitt svoleiðis,“ segir Jakob. „Þetta er bara gáfuleg ákvörðun, hún er byggð á skynsemi og auðvitað þurfa stjórnmálamenn að taka tillit til jafnræðisreglunnar þannig að ég var bara sáttur að mæta svona miklum og góðum skilningi af hálfu stjórnvalda. Mér fannst það bara mannlegt svona rétt fyrir jólin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Jól Tengdar fréttir Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi á Þorláksmessu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 23. desember, klukkan 11. 22. desember 2021 16:00 Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu" Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna. 22. desember 2021 15:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jakob sendi umsóknarbréf um undanþágu til heilbrigðisráðherra í gær og óskaði eftir því að fá að hafa opið á Jómfrúnni á Þorláksmessu eins og reglur, sem gilt hafa undanfarnar vikur, kveða á um. Fallist var á það og verður þjónusta á staðnum því ekki skert miðað við reglur sem tóku gildi á miðnætti í dag. „Við höfum auðvitað verið í takmörkunum frá því í nóvember. Við erum að fá undanþágu frá þeim [reglum sem tóku gildi í dag] í einn dag. Ég get bara sagt í mínu tilfelli að þá er það þannig að þetta snýst ekki um gríðarlega hagsmuni, peninga og veltu eins og er kannski hjá mörgum í listageiranum heldur snýst þetta um það að við eigum mikla fastakúnna og Þorláksmessa er heilagur dagur hjá okkur og sömu fjölskyldurnar að koma ár eftir ár,“ sagði Jakob í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er tilfinningalegt. Þetta yfirvofandi óréttlæti sem mér fannst ég vera að upplifa og ég sendi inn þessa undanþágubeiðni, ég hefði ekki yfirfært það óréttlæti á mína gesti og hreinlega ákveðið að hafa staðinn lokaðan í dag ef þessi undanþága hefði ekki komið. Ég geri ekki upp á milli fastakúnna sem eru búnir að vera hjá okkur á þessum degi í kannski tuttugu ár.“ Ætlar að geyma hausverkinn við pantanir milli jóla og nýárs fram á annan í jólum Hann segist hafa fengið ýmsar tillögur um hvernig hann ætti að leysa málið. Til dæmis að hann ætti að halda uppboð um borðin, draga hverjir mættu koma í bingói í beinni útsendingu á Facebook og fleira. Það hafi þó ekki komið til greina að hans mati. Hann segist hafa átt von á því að fá undanþáguna. „Þetta kom úr tveimur áttum, bæði frá mér og Samtökum veitingamanna, SVEIT, sem ég er nú líka aðili að. Auðvitað fór ég mína leið, ég er í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og nýtti mér þau aðföng sem þar eru. En við pössuðum að mín umsók kæmi bara frá Jómfrúnni, þannig að hún væri aðili að málinu,“ segir Jakob. Hefði Jómfrúin ekki fengið undanþágu hefðu aðeins tuttugu mátt sitja inni á hverju hólfi, sem eru tvö á Jómfrúnni, hverju sinni. Hann segir jólavertíðina klárast meira og minna í dag þó sá dagur sem minnst er af bókunum á staðnum milli jóla og nýjárs telji 170 manns í bókunum. „Þann hausverk ætla ég bara að geyma þangað til á annan dag jóla,“ segir Jakob. „Mér fannst þetta bara mannlegt svona rétt fyrir jól“ Hann segir auðvitað fleiri veitingastaði í svipaðri stöðu og gamlársdagur sé risadagur í veitingageiranum. „Flestir staðir eru að vinna með „set-menut“ og þá er bara kampavínsskylda. Þar er undir gríðarleg velta og hagsmunir fyrir marga. Þannig að við skulum bara átta okkur á því að þessi undanþága sneritst bara um þennan eina dag. Ég er búinn að heyra einhverjar gagnrýnisraddir, hvaða rugl sé í gangi af hálfu yfirvalda, ég tek alls ekkert undir neitt svoleiðis,“ segir Jakob. „Þetta er bara gáfuleg ákvörðun, hún er byggð á skynsemi og auðvitað þurfa stjórnmálamenn að taka tillit til jafnræðisreglunnar þannig að ég var bara sáttur að mæta svona miklum og góðum skilningi af hálfu stjórnvalda. Mér fannst það bara mannlegt svona rétt fyrir jólin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Jól Tengdar fréttir Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi á Þorláksmessu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 23. desember, klukkan 11. 22. desember 2021 16:00 Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu" Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna. 22. desember 2021 15:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53
Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi á Þorláksmessu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun, fimmtudaginn 23. desember, klukkan 11. 22. desember 2021 16:00
Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu" Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna. 22. desember 2021 15:00