Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Eiður Þór Árnason skrifar 22. desember 2021 19:18 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýjar sóttvarnaaðgerðir að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. Veitingastöðum verður heimilt að taka á móti 50 gestum í rými á Þorláksmessu í stað 20 líkt og kveðið er á um í nýju reglugerðinni sem tekur gildi nú á miðnætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en í gær var greint frá því að ráðuneytið hefði veitt sambærilegar undanþágur vegna tónleika sem fram fara á Þorláksmessu. Í kjölfarið óskuðu Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Að sögn ráðuneytisins er undanþágan veitt til að gæta meðalhófs í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á gildistöku hertra sóttvarnaaðgerða, en ráðherra kynnti þær í gær. Rekstraraðilum verður áfram skylt að viðhafa allar aðrar sóttvarnaráðstafanir sem kveðið er á um í nýju takmörkununum á morgun. Veitingastöðum ber því að loka klukkan 21. Rekstraraðilar eru hvattir til að gæta áfram ýtrustu sóttvarnaráðstafana, svo sem að tryggja gott aðgengi að handspritti, tryggja grímunotkun og gæta að eins metra nálægðarmörkunum milli ótengdra aðila. Betra að sleppa undanþágum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann telji að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ sagði Þórólfur. Lokaákvörðun liggji hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Búið að gera ráð fyrir Þorláksmessuös Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri, sagði í dag ljóst að ekki væri unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ sagði Björn. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45 Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Veitingastöðum verður heimilt að taka á móti 50 gestum í rými á Þorláksmessu í stað 20 líkt og kveðið er á um í nýju reglugerðinni sem tekur gildi nú á miðnætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en í gær var greint frá því að ráðuneytið hefði veitt sambærilegar undanþágur vegna tónleika sem fram fara á Þorláksmessu. Í kjölfarið óskuðu Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Að sögn ráðuneytisins er undanþágan veitt til að gæta meðalhófs í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á gildistöku hertra sóttvarnaaðgerða, en ráðherra kynnti þær í gær. Rekstraraðilum verður áfram skylt að viðhafa allar aðrar sóttvarnaráðstafanir sem kveðið er á um í nýju takmörkununum á morgun. Veitingastöðum ber því að loka klukkan 21. Rekstraraðilar eru hvattir til að gæta áfram ýtrustu sóttvarnaráðstafana, svo sem að tryggja gott aðgengi að handspritti, tryggja grímunotkun og gæta að eins metra nálægðarmörkunum milli ótengdra aðila. Betra að sleppa undanþágum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann telji að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ sagði Þórólfur. Lokaákvörðun liggji hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Búið að gera ráð fyrir Þorláksmessuös Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri, sagði í dag ljóst að ekki væri unnt að bregðast við nýjum sóttvarnareglum með svo skömmum fyrirvara án mikils tjóns. „Staðir í veitingageiranum eru búin að gera ráð fyrir þessum degi, að fá að vera opið til tíu og gestir að sitja inni til ellefu, og vera með þessi 50 manna takmörk. Það er bara gríðarlegt tap fyrir þessi fyrirtæki, bæði hráefnis missir og tekjutap fyrir starfsfólk, að missa úr stóran hluta af þessu stóra kvöldi sem Þorláksmessa er,“ sagði Björn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45 Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. 22. desember 2021 18:45
Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25