Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 15:35 Samsæriskenningasmiðir vilja nú meina að Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, sé trans. EPA-EFE/LUDOVIC MARIN Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul. Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul.
Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira