Markmiðið háleitt en allt mögulegt á EM Sindri Sverrisson skrifar 24. desember 2021 09:00 Guðmundur Guðmundsson leiðbeinir sínum mönnum á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. Nú er förinni heitið til Búdapest á EM í janúar. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, sem telur liðið feta sig hægt og rólega í átt að toppi handboltaheimsins. Guðmundur er á leið með Ísland á EM í Búdapest í janúar. Það verður hans fjórða stórmót eftir að hann tók við landsliðinu í þriðja sinn í febrúar 2018, af Geir Sveinssyni. Þegar Guðmundur tók við setti hann sér og íslenska landsliðinu háleitt markmið um að komast á ný í hóp átta bestu landsliða heims. Á HM 2019 endaði Ísland í 11. sæti. Á EM ári síðar komst Ísland áfram úr riðli þar sem Danmörk og Rússland sátu eftir, en endaði aftur í 11. sæti. Á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs, án Arons Pálmarssonar, endaði Ísland hins vegar í 20. sæti. En hve langt telur Guðmundur sig og íslenska liðið hafa náð á þeirri vegferð að verða eitt af átta bestu landsliðum heims? „Þetta er mjög slungin spurning. Ég hef yfirleitt sett mér háleit markmið og þetta er mjög háleitt markmið. Við erum að nálgast þetta,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni, eftir að hafa valið EM-hópinn sinn. Klippa: Guðmundur og markmiðið um að komast í hóp átta bestu „Það vantaði ekki mikið upp á að ná mjög góðum úrslitum á HM, ef við hefðum haft menn þar alla til taks. Við viljum sjá okkur stíga það næsta skref núna að komast í topp tíu, og feta okkur svo áleiðis nær toppnum, hægt og rólega. Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni en við verðum bara að sjá hvað þetta mót felur í sér. EM er mjög erfitt mót, fá lið í riðli og öll mjög sterk. Það getur allt gerst og ég hef bullandi trú á þessu liði. Ég tel að ef við „hittum á það“ þá sé allt mögulegt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu“ „Ég er bjartsýnn. En það er alltaf þannig að maður hugsar; „Sleppum við við meiðsli? Fáum við hópinn eins og hann er sterkastur á þessum tímapunkti, eða koma inn meiðsli eins og gerðist því miður á HM í fyrra?“ Þá féllu út fjórir lykilmenn og þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu, og hefur alltaf gert frá því að ég man eftir mér.“ Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðmundur er á leið með Ísland á EM í Búdapest í janúar. Það verður hans fjórða stórmót eftir að hann tók við landsliðinu í þriðja sinn í febrúar 2018, af Geir Sveinssyni. Þegar Guðmundur tók við setti hann sér og íslenska landsliðinu háleitt markmið um að komast á ný í hóp átta bestu landsliða heims. Á HM 2019 endaði Ísland í 11. sæti. Á EM ári síðar komst Ísland áfram úr riðli þar sem Danmörk og Rússland sátu eftir, en endaði aftur í 11. sæti. Á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs, án Arons Pálmarssonar, endaði Ísland hins vegar í 20. sæti. En hve langt telur Guðmundur sig og íslenska liðið hafa náð á þeirri vegferð að verða eitt af átta bestu landsliðum heims? „Þetta er mjög slungin spurning. Ég hef yfirleitt sett mér háleit markmið og þetta er mjög háleitt markmið. Við erum að nálgast þetta,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í vikunni, eftir að hafa valið EM-hópinn sinn. Klippa: Guðmundur og markmiðið um að komast í hóp átta bestu „Það vantaði ekki mikið upp á að ná mjög góðum úrslitum á HM, ef við hefðum haft menn þar alla til taks. Við viljum sjá okkur stíga það næsta skref núna að komast í topp tíu, og feta okkur svo áleiðis nær toppnum, hægt og rólega. Mér finnst allir möguleikar vera í stöðunni en við verðum bara að sjá hvað þetta mót felur í sér. EM er mjög erfitt mót, fá lið í riðli og öll mjög sterk. Það getur allt gerst og ég hef bullandi trú á þessu liði. Ég tel að ef við „hittum á það“ þá sé allt mögulegt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu“ „Ég er bjartsýnn. En það er alltaf þannig að maður hugsar; „Sleppum við við meiðsli? Fáum við hópinn eins og hann er sterkastur á þessum tímapunkti, eða koma inn meiðsli eins og gerðist því miður á HM í fyrra?“ Þá féllu út fjórir lykilmenn og þá breytist staðan mjög fljótt hjá íslenska landsliðinu, og hefur alltaf gert frá því að ég man eftir mér.“ Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar. Íslendingar mæta Litáum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar áður en þeir halda til Búdapest í Ungverjalandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06