Ekkert fararsnið á Þóri sem segir kjarnann í norska liðinu geta spilað á ÓL 2024 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2021 10:31 Þórir Hergeirsson hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta. epa/Joan Monfort Þórir Hergeirsson segir ekkert því til fyrirstöðu að norska kvennalandsliðið í handbolta geti ekki haldið áfram að vinna til verðlauna á stórmótum. Hann heldur ótrauður áfram með liðið. Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári. Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári.
Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira