Í tilkynningu segir að Einar komi til N1 frá Landsvirkjun þar sem hann starfaði sem forstöðumaður viðskiptastýringar. Þar áður sinnti hann verkefnastjórnun hjá Equinor (áður Statoil) í Noregi yfir fimm ára tímabil. Einar hefur störf 1. febrúar næstkomandi.
„Einar er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands þar sem hann lagði sérstaka áherslu á jarðvarmavirkjanir. Hann er einnig með próf í verðbréfamiðlun. Einar er í sambúð með Írisi Björk Kristjánsdóttur og saman eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.