Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 12:01 Guðmundur Guðmundsson stýrði íslenska landsliðinu til 20. sætis á HM í janúar þó að liðið tapaði þar engum af sínum sex leikjum með meira en tveggja marka mun. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. „Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
„Ég er ekkert að velta fyrir mér hvað kemur eftir mótið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, eftir að hafa tilkynnt hvaða leikmenn hann tæki með sér á EM í byrjun næsta árs. Klippa: Guðmundur um framtíð sína með landsliðinu Guðmundur tók á ný við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum og gerði þá samning við HSÍ sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi sem fram fór í byrjun þessa árs. Sá samningur var hins vegar framlengdur sumarið 2020 og gildir því fram yfir EM. Guðmundur fékk leyfi HSÍ til að taka við þýska liðinu Melsungen í febrúar 2020 og stýra því samhliða því að þjálfa íslenska landsliðið. Hann var hins vegar látinn fara frá Melsungen í haust, rétt áður en tilkynnt var að hann tæki við danska liðinu Federicia næsta sumar. Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi á EM og komast aðeins tvö efstu liðin í riðlinum áfram í milliriðla. „Búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu“ Guðmundur setti sér strax árið 2018 markmið um að koma Íslandi í hóp átta bestu landsliða heims en liðið endaði í 20. sæti á HM í byrjun þessa árs. Ef að illa fer á EM, ætlar hann þá samt að halda verkefni sínu áfram? „Ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér. Ég bara einbeiti mér að þessu verkefni og geri það eins vel og ég get. Ég er búinn að leggja í þetta mikla vinnu og hef mikla trú á verkefninu, og ætla að einbeita mér að því eingöngu,“ sagði Guðmundur en brot úr viðtali við hann má sjá hér að ofan.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00 EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51 „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. 22. desember 2021 10:00
EM í handbolta gæti farið fram í einu landi í stað tveggja EM í handbolta er á næsta leiti, en mótið á að vera haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Nú berast hins vegar fregnir af því að mögulega verði ekki spilað í Slóvakíu, heldur einungis Ungverjalandi. 21. desember 2021 20:51
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06