Gert ráð fyrir forgangsbraut milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2021 07:30 Svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll séð úr suðaustri. Kadeco Alþjóðlega hönnunar- og skipulagsstofan KCAP, með höfuðstöðvar í Sviss, varð hlutskörpust í samkeppni sem Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hélt um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll til ársins 2050. Í tillögu KCAP er meðal annars lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Frá þessu segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, en í lok árs 2019 var undirritað samkomulag milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Isavia Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Í samkomulaginu var Kadeco, félagi í eigu ríkisins, falið að leiða samstarfið, en kjarnaverkefni Kadeco er að leiða samstarf um að auka virði lands í eigu ríkisins með skipulagningu nýs þróunarsvæðis við flugvöllinn. „Forvali fyrir samkeppni um þróunaráætlun var hleypt af stað í maí á þessu ári á útboðsvef Evrópska efnahagssvæðisins. Alls bárust umsóknir frá 25 alþjóðlegum teymum um að fá að taka þátt í samkeppninni. Þrjú teymi voru valin til að skila mótuðum tillögum byggðum á efnahagslegri greiningu. Teymin samanstóðu af ólíkum fyrirtækjum, bæði erlendum og íslenskum, en til að tryggja að tillit væri tekið til íslensks samhengis og aðstæðna var lögð áhersla á aðkomu íslenskra samstarfsaðila. Í tillögum teymanna koma fram hugmyndir sem Kadeco hefur rétt á að nýta í framhaldinu. Hver og ein tillaga var metin út frá nokkrum þáttum af matsnefnd skipaðri fagaðilum. Meðal þess sem lagt var mat á voru hönnun, hagrænir þættir og útfærsla þróunaráætlunar, en matsnefnd samanstóð af mismunandi aðilum fyrir hvern þátt. Alþjóðlegt, þverfaglegt teymi frá KCAP með mikla reynslu stendur að vinningstillögunni. Meðal annars er lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Áhersla er lögð á það í starfi Kadeco að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll þróist í takti við samfélagið og að við uppbyggingu verði sérstaklega horft til styrkleika Suðurnesja. Markmiðið hefur verið að móta heildstæða áætlun sem leggi grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum og dragi fram markaðslega sérstöðu svæðisins. Kadeco mun í framhaldinu vinna með teyminu frá KCAP, Isavia og sveitarfélögunum á Suðurnesjum að áframhaldandi útfærslu þróunaráætlunar svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Nánar má kynna sér tillöguna á vef Kadeco. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Skipulag Suðurnesjabær Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í tillögu KCAP er meðal annars lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Frá þessu segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, en í lok árs 2019 var undirritað samkomulag milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Isavia Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Í samkomulaginu var Kadeco, félagi í eigu ríkisins, falið að leiða samstarfið, en kjarnaverkefni Kadeco er að leiða samstarf um að auka virði lands í eigu ríkisins með skipulagningu nýs þróunarsvæðis við flugvöllinn. „Forvali fyrir samkeppni um þróunaráætlun var hleypt af stað í maí á þessu ári á útboðsvef Evrópska efnahagssvæðisins. Alls bárust umsóknir frá 25 alþjóðlegum teymum um að fá að taka þátt í samkeppninni. Þrjú teymi voru valin til að skila mótuðum tillögum byggðum á efnahagslegri greiningu. Teymin samanstóðu af ólíkum fyrirtækjum, bæði erlendum og íslenskum, en til að tryggja að tillit væri tekið til íslensks samhengis og aðstæðna var lögð áhersla á aðkomu íslenskra samstarfsaðila. Í tillögum teymanna koma fram hugmyndir sem Kadeco hefur rétt á að nýta í framhaldinu. Hver og ein tillaga var metin út frá nokkrum þáttum af matsnefnd skipaðri fagaðilum. Meðal þess sem lagt var mat á voru hönnun, hagrænir þættir og útfærsla þróunaráætlunar, en matsnefnd samanstóð af mismunandi aðilum fyrir hvern þátt. Alþjóðlegt, þverfaglegt teymi frá KCAP með mikla reynslu stendur að vinningstillögunni. Meðal annars er lagt til að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Áhersla er lögð á það í starfi Kadeco að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll þróist í takti við samfélagið og að við uppbyggingu verði sérstaklega horft til styrkleika Suðurnesja. Markmiðið hefur verið að móta heildstæða áætlun sem leggi grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum og dragi fram markaðslega sérstöðu svæðisins. Kadeco mun í framhaldinu vinna með teyminu frá KCAP, Isavia og sveitarfélögunum á Suðurnesjum að áframhaldandi útfærslu þróunaráætlunar svæðisins,“ segir í tilkynningunni. Nánar má kynna sér tillöguna á vef Kadeco.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Skipulag Suðurnesjabær Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira