Gray line léttir undir með slökkviliðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 15:26 Gray line mun til að byrja með skaffa þrjá bíla til verksins. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við rútufyrirtækið Gray Line um að annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi í sjúkrabíl að halda. Markmiðið með þessum samningi er að létta álaginu af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem annast sjúkraflutninga. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að fyrirséð að þörf fyrir slíka flutninga muni aukast á næstunni vegna aukningu á fjölda þeirra sem greinast smitaðir af Covid-19. Reiknað er með að flutningar samkvæmt samningnum hefjist sem fyrst, en eigi síðar en 1. janúar næstkomandi. Samningurinn tekur til flutnings einstaklinga sem eru smitaðir eða ef grunur leikur á smiti, að því tilskyldu að viðkomandi séu færir um að sitja uppréttir í bíl og þurfi ekki á aðstoð heilbrigðisstarfsmanns að halda meðan á flutningnum stendur. Gray Line þarf að veita þjónustuna að lágmarki þann tíma sem Covid-göngudeildin er opin, það er frá átta til 23 á hverjum sólarhring. Einnig skal fyrirtækið tryggja akstur farþega frá göngudeildinni eftir lokun ef þess gerist þörf. Þá er einnig miðað við að hægt sé að óska eftir þjónustu fyrirtækisins vegna flutninga einstaklinga sem eru utan höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í sumarhúsabyggðum í grennd við borgina. Til að byrja með mun Gray Line verða með þrjá bíla til að sinna þessu verkefni en mun fjölga bílum ef þess gerist þörf. Fyrirtækið skal tryggja að bílar sem notaðir eru til flutninganna uppfylli allar öryggiskröfur sem gerðar eru í fólksflutningum og jafnframt að bílarnir og annar búnaður henti til flutninga á smituðu fólki þannig að viðeigandi smitvarnir séu tryggðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Markmiðið með þessum samningi er að létta álaginu af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem annast sjúkraflutninga. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að fyrirséð að þörf fyrir slíka flutninga muni aukast á næstunni vegna aukningu á fjölda þeirra sem greinast smitaðir af Covid-19. Reiknað er með að flutningar samkvæmt samningnum hefjist sem fyrst, en eigi síðar en 1. janúar næstkomandi. Samningurinn tekur til flutnings einstaklinga sem eru smitaðir eða ef grunur leikur á smiti, að því tilskyldu að viðkomandi séu færir um að sitja uppréttir í bíl og þurfi ekki á aðstoð heilbrigðisstarfsmanns að halda meðan á flutningnum stendur. Gray Line þarf að veita þjónustuna að lágmarki þann tíma sem Covid-göngudeildin er opin, það er frá átta til 23 á hverjum sólarhring. Einnig skal fyrirtækið tryggja akstur farþega frá göngudeildinni eftir lokun ef þess gerist þörf. Þá er einnig miðað við að hægt sé að óska eftir þjónustu fyrirtækisins vegna flutninga einstaklinga sem eru utan höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í sumarhúsabyggðum í grennd við borgina. Til að byrja með mun Gray Line verða með þrjá bíla til að sinna þessu verkefni en mun fjölga bílum ef þess gerist þörf. Fyrirtækið skal tryggja að bílar sem notaðir eru til flutninganna uppfylli allar öryggiskröfur sem gerðar eru í fólksflutningum og jafnframt að bílarnir og annar búnaður henti til flutninga á smituðu fólki þannig að viðeigandi smitvarnir séu tryggðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira