Konur sem elska karlmenn Elín Jósepsdóttir skrifar 21. desember 2021 15:00 Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun