Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 14:15 Bardur á Steig Nielsen lögmaður Færeyja. Epa. Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól. Færeyjar Hinsegin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól.
Færeyjar Hinsegin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira