Robbi Gunn: Dýru menn Vals eru komnir upp við vegg og þurfa að spýta í lófana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 14:30 Róbert Gunnarsson segir að ungu strákarnir séu búnir að koma stórstjörnum Valsliðsins í nýja stöðu. Þeir þurfa að koma sterkir inn ætli þeir sér að slá þá ungu út úr byrjunarliðinu. S2 Sport Valsmenn hafa komið sér í gegnum meiðsli lykilmanna sinna með því að treysta á framlag frá ungum og stórefnilegum leikmönnum sínum. Í jólaþætti Seinni bylgjunnar ræddu sérfræðingarnir framhaldið og hvort að stórstjörnurnar kæmust bara aftur í liðið hjá Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara. Seinni bylgjan fór yfir nokkrar sögulínur úr Olís deild karla í síðasta þætti sínum fyrir jóla- og EM-frí. Þegar kom að Valsmönnum þá rifjuðu menn upp myndina frægu af Hvolpasveit Valsmanna en Valsliðið hélt áfram að vinna leiki þrátt fyrir að missa stórstjörnurnar Róbert Aron Hostert, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smára Jónsson í meiðsli og veikindi. S2 Sport Bjarni Fritzson var ánægður með innkomu Hvolpsveitarinnar í lið Íslandsmeistaranna. „Þeir eru búnir að vera ferskur blær inn í deildina. Eru þið ekki sammála því,“ spurði Bjarni Fritzson hina sérfræðingana í sófanum. „Þetta eru svona gæjar sem stíga alltaf upp á stóru mómentunum, Robbi, Aggi og Maggi, en eru kannski ekki alltaf að nenna þessu yfir tímabilið. Núna eru þessi ungu komnir inn og eru bara á milljón. Ef þeir ætla að spila og ná stöðunum sínum aftur þá er ekkert í boði að vera á hálfum hraða,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Ég er ekkert viss um það að ef ég væri Snorri að þessir ‚gömlu góðu' væru fyrstir á blað hjá mér,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Við höfum verið að tala um þessa breidd sem er svo mikilvæg í úrslitakeppninni. Nú er Snorri búinn að búa til breidd með þessum meiðslum af því að þessir ungu strákar hafa fengið stærra hlutverk. Núna er auðvelt fyrir Snorra að hvíla Robba, Magga og þessa stráka í tuttugu mínútur í leik,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan: Sögulínur Valsliðsins „Þetta er samt ekkert auðvelt hjá honum því hann getur ekki farið að henda stjörnunum upp í stúku. Þetta er ekkert létt,“ sagði Róbert. „Þetta er vandmeðfarið. Að kalla þetta að við séum að hvíla þá held ég að sé bara ekki rétt. Það eru bara einhverjir aðrir að skila og eru bara betri. Þess vegna ertu á bekknum. Núna getur hann sagt 3. janúar: Besti maðurinn spilar. Þetta er bara samkeppni. Þá kemur einhver geggjaður andi í liðið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Sérfræðingarnir spjalla.S2 Sport „Æfingarnar hjá þeim verða örugglega trylltar þegar þessir gæjar eru komnir á gólfið aftur,“ sagði Theodór. „Kjúllarnir eru svo góðir í handbolta og þeir eru líka að vinna leiki og þeir eru að taka leiki yfir. Þeir eru að skila í bikarúrslitum eða í stórum leikjum,“ sagði Bjarni. „Þessir dýru menn hjá Val eru komnir upp við vegg. Þeir þurfa bara að spýta í lófana,“ sagði Róbert. Það má sjá allt spjallið um Valsmenn hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Seinni bylgjan fór yfir nokkrar sögulínur úr Olís deild karla í síðasta þætti sínum fyrir jóla- og EM-frí. Þegar kom að Valsmönnum þá rifjuðu menn upp myndina frægu af Hvolpasveit Valsmanna en Valsliðið hélt áfram að vinna leiki þrátt fyrir að missa stórstjörnurnar Róbert Aron Hostert, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smára Jónsson í meiðsli og veikindi. S2 Sport Bjarni Fritzson var ánægður með innkomu Hvolpsveitarinnar í lið Íslandsmeistaranna. „Þeir eru búnir að vera ferskur blær inn í deildina. Eru þið ekki sammála því,“ spurði Bjarni Fritzson hina sérfræðingana í sófanum. „Þetta eru svona gæjar sem stíga alltaf upp á stóru mómentunum, Robbi, Aggi og Maggi, en eru kannski ekki alltaf að nenna þessu yfir tímabilið. Núna eru þessi ungu komnir inn og eru bara á milljón. Ef þeir ætla að spila og ná stöðunum sínum aftur þá er ekkert í boði að vera á hálfum hraða,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Ég er ekkert viss um það að ef ég væri Snorri að þessir ‚gömlu góðu' væru fyrstir á blað hjá mér,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Við höfum verið að tala um þessa breidd sem er svo mikilvæg í úrslitakeppninni. Nú er Snorri búinn að búa til breidd með þessum meiðslum af því að þessir ungu strákar hafa fengið stærra hlutverk. Núna er auðvelt fyrir Snorra að hvíla Robba, Magga og þessa stráka í tuttugu mínútur í leik,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan: Sögulínur Valsliðsins „Þetta er samt ekkert auðvelt hjá honum því hann getur ekki farið að henda stjörnunum upp í stúku. Þetta er ekkert létt,“ sagði Róbert. „Þetta er vandmeðfarið. Að kalla þetta að við séum að hvíla þá held ég að sé bara ekki rétt. Það eru bara einhverjir aðrir að skila og eru bara betri. Þess vegna ertu á bekknum. Núna getur hann sagt 3. janúar: Besti maðurinn spilar. Þetta er bara samkeppni. Þá kemur einhver geggjaður andi í liðið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Sérfræðingarnir spjalla.S2 Sport „Æfingarnar hjá þeim verða örugglega trylltar þegar þessir gæjar eru komnir á gólfið aftur,“ sagði Theodór. „Kjúllarnir eru svo góðir í handbolta og þeir eru líka að vinna leiki og þeir eru að taka leiki yfir. Þeir eru að skila í bikarúrslitum eða í stórum leikjum,“ sagði Bjarni. „Þessir dýru menn hjá Val eru komnir upp við vegg. Þeir þurfa bara að spýta í lófana,“ sagði Róbert. Það má sjá allt spjallið um Valsmenn hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira