Robbi Gunn: Dýru menn Vals eru komnir upp við vegg og þurfa að spýta í lófana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 14:30 Róbert Gunnarsson segir að ungu strákarnir séu búnir að koma stórstjörnum Valsliðsins í nýja stöðu. Þeir þurfa að koma sterkir inn ætli þeir sér að slá þá ungu út úr byrjunarliðinu. S2 Sport Valsmenn hafa komið sér í gegnum meiðsli lykilmanna sinna með því að treysta á framlag frá ungum og stórefnilegum leikmönnum sínum. Í jólaþætti Seinni bylgjunnar ræddu sérfræðingarnir framhaldið og hvort að stórstjörnurnar kæmust bara aftur í liðið hjá Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara. Seinni bylgjan fór yfir nokkrar sögulínur úr Olís deild karla í síðasta þætti sínum fyrir jóla- og EM-frí. Þegar kom að Valsmönnum þá rifjuðu menn upp myndina frægu af Hvolpasveit Valsmanna en Valsliðið hélt áfram að vinna leiki þrátt fyrir að missa stórstjörnurnar Róbert Aron Hostert, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smára Jónsson í meiðsli og veikindi. S2 Sport Bjarni Fritzson var ánægður með innkomu Hvolpsveitarinnar í lið Íslandsmeistaranna. „Þeir eru búnir að vera ferskur blær inn í deildina. Eru þið ekki sammála því,“ spurði Bjarni Fritzson hina sérfræðingana í sófanum. „Þetta eru svona gæjar sem stíga alltaf upp á stóru mómentunum, Robbi, Aggi og Maggi, en eru kannski ekki alltaf að nenna þessu yfir tímabilið. Núna eru þessi ungu komnir inn og eru bara á milljón. Ef þeir ætla að spila og ná stöðunum sínum aftur þá er ekkert í boði að vera á hálfum hraða,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Ég er ekkert viss um það að ef ég væri Snorri að þessir ‚gömlu góðu' væru fyrstir á blað hjá mér,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Við höfum verið að tala um þessa breidd sem er svo mikilvæg í úrslitakeppninni. Nú er Snorri búinn að búa til breidd með þessum meiðslum af því að þessir ungu strákar hafa fengið stærra hlutverk. Núna er auðvelt fyrir Snorra að hvíla Robba, Magga og þessa stráka í tuttugu mínútur í leik,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan: Sögulínur Valsliðsins „Þetta er samt ekkert auðvelt hjá honum því hann getur ekki farið að henda stjörnunum upp í stúku. Þetta er ekkert létt,“ sagði Róbert. „Þetta er vandmeðfarið. Að kalla þetta að við séum að hvíla þá held ég að sé bara ekki rétt. Það eru bara einhverjir aðrir að skila og eru bara betri. Þess vegna ertu á bekknum. Núna getur hann sagt 3. janúar: Besti maðurinn spilar. Þetta er bara samkeppni. Þá kemur einhver geggjaður andi í liðið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Sérfræðingarnir spjalla.S2 Sport „Æfingarnar hjá þeim verða örugglega trylltar þegar þessir gæjar eru komnir á gólfið aftur,“ sagði Theodór. „Kjúllarnir eru svo góðir í handbolta og þeir eru líka að vinna leiki og þeir eru að taka leiki yfir. Þeir eru að skila í bikarúrslitum eða í stórum leikjum,“ sagði Bjarni. „Þessir dýru menn hjá Val eru komnir upp við vegg. Þeir þurfa bara að spýta í lófana,“ sagði Róbert. Það má sjá allt spjallið um Valsmenn hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Seinni bylgjan fór yfir nokkrar sögulínur úr Olís deild karla í síðasta þætti sínum fyrir jóla- og EM-frí. Þegar kom að Valsmönnum þá rifjuðu menn upp myndina frægu af Hvolpasveit Valsmanna en Valsliðið hélt áfram að vinna leiki þrátt fyrir að missa stórstjörnurnar Róbert Aron Hostert, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smára Jónsson í meiðsli og veikindi. S2 Sport Bjarni Fritzson var ánægður með innkomu Hvolpsveitarinnar í lið Íslandsmeistaranna. „Þeir eru búnir að vera ferskur blær inn í deildina. Eru þið ekki sammála því,“ spurði Bjarni Fritzson hina sérfræðingana í sófanum. „Þetta eru svona gæjar sem stíga alltaf upp á stóru mómentunum, Robbi, Aggi og Maggi, en eru kannski ekki alltaf að nenna þessu yfir tímabilið. Núna eru þessi ungu komnir inn og eru bara á milljón. Ef þeir ætla að spila og ná stöðunum sínum aftur þá er ekkert í boði að vera á hálfum hraða,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Ég er ekkert viss um það að ef ég væri Snorri að þessir ‚gömlu góðu' væru fyrstir á blað hjá mér,“ sagði Róbert Gunnarsson. „Við höfum verið að tala um þessa breidd sem er svo mikilvæg í úrslitakeppninni. Nú er Snorri búinn að búa til breidd með þessum meiðslum af því að þessir ungu strákar hafa fengið stærra hlutverk. Núna er auðvelt fyrir Snorra að hvíla Robba, Magga og þessa stráka í tuttugu mínútur í leik,“ sagði Theodór. Klippa: Seinni bylgjan: Sögulínur Valsliðsins „Þetta er samt ekkert auðvelt hjá honum því hann getur ekki farið að henda stjörnunum upp í stúku. Þetta er ekkert létt,“ sagði Róbert. „Þetta er vandmeðfarið. Að kalla þetta að við séum að hvíla þá held ég að sé bara ekki rétt. Það eru bara einhverjir aðrir að skila og eru bara betri. Þess vegna ertu á bekknum. Núna getur hann sagt 3. janúar: Besti maðurinn spilar. Þetta er bara samkeppni. Þá kemur einhver geggjaður andi í liðið,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Sérfræðingarnir spjalla.S2 Sport „Æfingarnar hjá þeim verða örugglega trylltar þegar þessir gæjar eru komnir á gólfið aftur,“ sagði Theodór. „Kjúllarnir eru svo góðir í handbolta og þeir eru líka að vinna leiki og þeir eru að taka leiki yfir. Þeir eru að skila í bikarúrslitum eða í stórum leikjum,“ sagði Bjarni. „Þessir dýru menn hjá Val eru komnir upp við vegg. Þeir þurfa bara að spýta í lófana,“ sagði Róbert. Það má sjá allt spjallið um Valsmenn hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira