Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 15:34 Ærslabelgurinn er við hlið Safnahússins í hjarta bæjarins. Ísafjarðarbær Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34