Ungu strákarnir frábærir en það eru fleiri: Vantar að meðaltali 5-10 kg til að ná Dönum Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 17:46 Allt var með svo hátíðlegum blæ í lokaþætti Seinni bylgjunnar á þessu ári. Stöð 2 Sport Í jólaþætti Seinni bylgjunnar var rætt um það að óvenju margir ungir leikmenn hefðu sett sterkan svip á Olís-deildina það sem af er leiktíð. Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira