Forseti Alþjóðahandboltasambandsins gerði sig að fífli í ræðu eftir úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:00 Norsku stelpurnar fagna hér sigri og létu fáránlega ræðu forsetans ekki trufla sig en þær frönsku urðu enn svekktari eftir að forseti IHF mundi ekki einu sinn eftir því að þær höfðu spilað úrslitaleikinn. Samsett/EPA-EFE/Enric Fontcuberta Norðmenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í gær eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. Ræða eftir leik hneykslaði marga. Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021 HM 2021 í handbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira
Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021
HM 2021 í handbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira