Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 21:09 Bubbi Morthens er ósáttur með að tónlistarmenn geti ekki virt samkomutakmarkanir stjórnvalda. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira