Steven Gerrard: Ættum ekki að spila á tveggja daga fresti Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 18. desember 2021 11:30 Steven Gerrard EPA-EFE/PETER POWELL Steven Gerrard, þjálfari Aston Villa, hefur eins og aðrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni miklar áhyggjur af aukningu í smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum liðanna á Englandi. En hann er einnig ósáttur við að þurfa að spila þétt um jólin. Gerrard var til viðtals á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Burnley sem fram fer í dag. Hann sagði meðal annars: „Akkúrat á þessum tímapunkti erum við í stöðu til þess að spila leikinn og erum undirbúnir til þess. Þetta er viðkvæm staða og við erum einhvernvegin alltaf að bíða eftir niðurstöðu úr prófunum“. Gerrard sagði líka að nokkrir í hópnum og starfsliðinu hefðu smitast á síðustu dögum en hann vonaði að það væri ekki að aukast. „Það hafa komið upp smit hjá starfsliðinu og smit hjá leikmönnum og þetta er vandamál fyrir deildina, við viljum samt allir sama hlutinn og það er að deildin haldi áfram. Ég mun vera í sambandi við Sean [Dyche] og ef eitthvað breytist verðum við í sambandi og deildin þarf að ákveða næstu skref“. Steven Gerrard: Footballers should never be expected to play within two days. Playing on the 26th and 28th of December isn t right. When you take Covid into account I don t think it should happen. I hope common sense prevails. — Melissa Reddy (@MelissaReddy_) December 17, 2021 Gerrard er samt ekki ánægður með að þurfa að spila svona þétt um hátíðarnar en það er leikur hjá hans mönnum bæði 26. og 28. desember. „Að spila á tveggja daga fresti er ekki gott. Þegar þú tekur svo veiruna með inn í reikninginn þá ætti það ekki að gerast. Vonandi sigrar skynsemin í þessu máli“. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Gerrard var til viðtals á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Burnley sem fram fer í dag. Hann sagði meðal annars: „Akkúrat á þessum tímapunkti erum við í stöðu til þess að spila leikinn og erum undirbúnir til þess. Þetta er viðkvæm staða og við erum einhvernvegin alltaf að bíða eftir niðurstöðu úr prófunum“. Gerrard sagði líka að nokkrir í hópnum og starfsliðinu hefðu smitast á síðustu dögum en hann vonaði að það væri ekki að aukast. „Það hafa komið upp smit hjá starfsliðinu og smit hjá leikmönnum og þetta er vandamál fyrir deildina, við viljum samt allir sama hlutinn og það er að deildin haldi áfram. Ég mun vera í sambandi við Sean [Dyche] og ef eitthvað breytist verðum við í sambandi og deildin þarf að ákveða næstu skref“. Steven Gerrard: Footballers should never be expected to play within two days. Playing on the 26th and 28th of December isn t right. When you take Covid into account I don t think it should happen. I hope common sense prevails. — Melissa Reddy (@MelissaReddy_) December 17, 2021 Gerrard er samt ekki ánægður með að þurfa að spila svona þétt um hátíðarnar en það er leikur hjá hans mönnum bæði 26. og 28. desember. „Að spila á tveggja daga fresti er ekki gott. Þegar þú tekur svo veiruna með inn í reikninginn þá ætti það ekki að gerast. Vonandi sigrar skynsemin í þessu máli“.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira