Snorri Steinn Guðjónsson: Við náðum í tvö stig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. desember 2021 22:48 Snorri Steinn var ekki nógu ánægður með frammistöðu liðsins, en sáttur við stigin tvö. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var feginn með sigur liðs síns á HK í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörkuleik í Kórnum. „Við náðum í tvö stig. Ég er ekki nógu ánægður með frammistöðuna. HK gerði okkur Erfitt fyrir og voru flottir í dag og hafa verið flottir í undanförnum leikjum. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið leikinn og maður getur svo sem ekki fengið meira en tvö stig.“ Mikið álag hefur verið á Valsliðinu á tímabilinu og liðið ekki spilað eins vel undan farnar vikur líkt og í byrjun tímabils. „Heilt yfir kannski ekki okkar besti leikur og svona undanfarnir leikir kannski verið svolítið þungir hjá okkur. Kannski að einhverju leyti við búið. Eitthvað sem ég að einhverju leyti reiknaði með, en við komumst í gegnum það og gerðum það þokkalega og náðum að safna þessum stigum sem gerir það að verkum að við erum allavegana í toppbaráttunni. Það er gott. Fyrri hlutinn (af tímabilinu) er ég bara mjög ánægður með. Það var náttúrulega mikil keyrsla á okkur í upphafi og svo kvarnaðist aðeins úr hópnum, en við komumst í gegnum það á góðan hátt.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals þekkir handboltadagatalið vel af fyrri reynslu og er sáttur með að komast í jólafrí. „Ég er alveg sáttur að fara inn í smá jólafrí. Þetta er búið að vera törn og það er alveg gott að anda, en ef ég þekki mig rétt þá svona fljótlega í janúar verður maður farinn að ókyrrast og vill bara byrja þetta. Maður svo sem þekkir ekkert annað. Það er stórmót í janúar á hverju ári og yfirleitt alltaf er Ísland með á þessum mótum. Þannig að fara í pásu í janúar er ekkert nýtt, en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuðurinn fyrir drengina. Æfingarnar verða þungar.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Við náðum í tvö stig. Ég er ekki nógu ánægður með frammistöðuna. HK gerði okkur Erfitt fyrir og voru flottir í dag og hafa verið flottir í undanförnum leikjum. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið leikinn og maður getur svo sem ekki fengið meira en tvö stig.“ Mikið álag hefur verið á Valsliðinu á tímabilinu og liðið ekki spilað eins vel undan farnar vikur líkt og í byrjun tímabils. „Heilt yfir kannski ekki okkar besti leikur og svona undanfarnir leikir kannski verið svolítið þungir hjá okkur. Kannski að einhverju leyti við búið. Eitthvað sem ég að einhverju leyti reiknaði með, en við komumst í gegnum það og gerðum það þokkalega og náðum að safna þessum stigum sem gerir það að verkum að við erum allavegana í toppbaráttunni. Það er gott. Fyrri hlutinn (af tímabilinu) er ég bara mjög ánægður með. Það var náttúrulega mikil keyrsla á okkur í upphafi og svo kvarnaðist aðeins úr hópnum, en við komumst í gegnum það á góðan hátt.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals þekkir handboltadagatalið vel af fyrri reynslu og er sáttur með að komast í jólafrí. „Ég er alveg sáttur að fara inn í smá jólafrí. Þetta er búið að vera törn og það er alveg gott að anda, en ef ég þekki mig rétt þá svona fljótlega í janúar verður maður farinn að ókyrrast og vill bara byrja þetta. Maður svo sem þekkir ekkert annað. Það er stórmót í janúar á hverju ári og yfirleitt alltaf er Ísland með á þessum mótum. Þannig að fara í pásu í janúar er ekkert nýtt, en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuðurinn fyrir drengina. Æfingarnar verða þungar.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 29-31 | Stórleikur Einars Braga dugði ekki til Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik. 17. desember 2021 22:34