Ætla sér að koma boltanum í netið gegn PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2021 07:01 Ásta Eir Árnadóttir í snjóbyl þegar Breiðablik tek á móti Real Madríd á Kópavogsvelli í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Vilhelm Breiðablik leikur í kvöld sinn síðasta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur náð í eitt stig í leikjunum fimm sem búnir eru en á þó enn eftir að skora mark. Breiðablik sækir Frakklandsmeistara París Saint-Germain heim í kvöld og þó liðið sé ekki að gera sér vonir um sigur ætla þær sér að enda riðlakeppnina með því að koma boltanum eins og einu sinni í net andstæðinganna. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði liðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir leik dagsins ásamt Ásmundi Arnarssyni, þjálfara liðsins. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sýndur beint á Youtube-rás DAZN ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. „Við mjög þéttar og skipulagðar sem er mjög mikilvægt á móti liði eins og PSG,“ sagði Ásta Eir um leik Breiðabliks og PSG á Kópavogsvelli. Þann leik unnu Frakkarnir 2-0 en Agla María Albertsdóttir fékk frábært færi til að koma Blikum á blað. Agla María fékk besta færi Blika er PSG heimsótti Kópavogsvöll.Vísir/Vilhelm „Við getum ekkert verið út um allt á vellinum, við þurfum að vera mjög skipulagðar og varnarsinnaðar. Ég held að það sé það sem við tökum með okkur, að vera mjög skipulagðar og vinna saman sem lið og sjá svo hvað gerist,“ bætti fyrirliðinn við. Engan bilbug er að finna á Blikum þó PSG hafi verið einkar sannfærandi í heimaleikjum sínum í riðlakeppninni og ekki enn fengið á sig mark. „Úrslitin hafi ekki verið eins og við höfum viljað í keppninni, en við neitum að enda þetta öðruvísi en að skora eitt mark og reyna að stríða PSG,“ sagði Ásta Eir áður en þjálfari hennar fékk orðið. „Við klárum ekki riðlakeppnina án þess að skora mark, það verður helsta markmiðið núna. Þó að fá lið hafi skorað gegn PSG að undanförnu ætlum við að gera það á morgun,“ sagði Ásmundur að endingu á blaðamannafundi Breiðabliks. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Breiðablik sækir Frakklandsmeistara París Saint-Germain heim í kvöld og þó liðið sé ekki að gera sér vonir um sigur ætla þær sér að enda riðlakeppnina með því að koma boltanum eins og einu sinni í net andstæðinganna. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði liðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir leik dagsins ásamt Ásmundi Arnarssyni, þjálfara liðsins. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sýndur beint á Youtube-rás DAZN ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. „Við mjög þéttar og skipulagðar sem er mjög mikilvægt á móti liði eins og PSG,“ sagði Ásta Eir um leik Breiðabliks og PSG á Kópavogsvelli. Þann leik unnu Frakkarnir 2-0 en Agla María Albertsdóttir fékk frábært færi til að koma Blikum á blað. Agla María fékk besta færi Blika er PSG heimsótti Kópavogsvöll.Vísir/Vilhelm „Við getum ekkert verið út um allt á vellinum, við þurfum að vera mjög skipulagðar og varnarsinnaðar. Ég held að það sé það sem við tökum með okkur, að vera mjög skipulagðar og vinna saman sem lið og sjá svo hvað gerist,“ bætti fyrirliðinn við. Engan bilbug er að finna á Blikum þó PSG hafi verið einkar sannfærandi í heimaleikjum sínum í riðlakeppninni og ekki enn fengið á sig mark. „Úrslitin hafi ekki verið eins og við höfum viljað í keppninni, en við neitum að enda þetta öðruvísi en að skora eitt mark og reyna að stríða PSG,“ sagði Ásta Eir áður en þjálfari hennar fékk orðið. „Við klárum ekki riðlakeppnina án þess að skora mark, það verður helsta markmiðið núna. Þó að fá lið hafi skorað gegn PSG að undanförnu ætlum við að gera það á morgun,“ sagði Ásmundur að endingu á blaðamannafundi Breiðabliks.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira