Jogginggallinn jólagjöf ársins Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 15:31 Jogginggallinn er mættur aftur. Getty/Pedro Arquero Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól Jól Verslun Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hið vinsæla loftsteikingartæki hlaut ekki náð fyrir augum rýnihópsins sem valdi gjöfina út frá upplýsingum frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur. „Greinilegt er að ástandið sem kórónaveirufaraldurinn hefur skapað undanfarin tvö ár hefur eitthvað um það að segja hvernig neysluhegðun er í aðdraganda jóla þetta árið. Tíðarandinn virðist kalla á aukna vellíðan,“ segir í rökstuðningi RSV sem valdi síðast jólagjöf með þessum hætti árið 2015. „Tillögur rýnihópsins að jólagjöf ársins einkenndust af auknum þægindum og vellíðan, einhverju notalegu og kósý, aukinni samveru og flestar hugmyndir mátti beint eða óbeint tengja við heilsu, bæði andlega og líkamlega.“ Stjörnur á borð við Billie Eilish eru óhræddar við að grípa í jogginggallann.Getty/WireImage/Rodin Eckenroth Heimafatnaður sem sé orðinn að tískuvöru Notalegur fatnaður er það sem bar oftast á góma í umræðum rýnihópsins og rímar það við jólagjafaóskir neytenda, samkvæmt netkönnun Prósents. Þar sögðust flestir óska eftir því að fá fatnað eða fylgihluti í jólagjöf, eða 17% svarenda. Næst á eftir komu bækur með 16%, „ýmislegt“ með 11% og gjafabréf og upplifun með 9%. „Líklega er það Covid ástandið og álagið undanfarin tvö ár sem gerir það að verkum að þægindi voru alsráðandi í umræðunum og aukin meðvitund um notagildi sem hafa haft áhrif á svarið við rannsóknarspurningunni í ár. En niðurstaðan er að jólagjöf ársins 2021 skuli vera; Jogging gallinn.“ Fatnaðurinn er sagður vinsæll meðal neytenda og falla einstaklega vel að tíðarandanum, sé bæði heimagalli og tískuvara, auk þess að vera fyrir alla aldurshópa og öll kyn. „Jogging gallinn hefur á síðustu árum notið aukinna vinsælda og þróast úr því að vera íþrótta- eða heimafatnaður yfir í að vera háklassa tískuvara. En í dag má finna jogging galla frá flestum helstu tískuhúsum heims,“ segir í rökstuðningi RSV. AirFryer kom einnig til greina Loftsteikingartæki eða AirFryer var einnig nefndur til sögunnar í vali rýnihópsins en tækið virðist vera með vinsælustu raftækjunum í ár. Benda upplýsingar frá verslunum til þess að minnsta kosti 1.600 eintök hafi selst hér á landi í nóvember og sé þar með ein mest selda sérvara mánaðarins. „Svipa vinsældir hans jafnvel til fótanuddtækisins sem var svo vinsælt hér um árið. Líklega hafa nuddbyssur verið fótanuddtæki ársins 2020 ef marka má umræður rýnihópsins.“ Fyrri jólagjafir RSV 2006 Ávaxta- og grænmetispressa 2007 GPS staðsetningatæki 2008 Íslensk hönnun 2009 Jákvæð upplifun 2010 Íslensk lopapeysa 2011 Spjaldtölva 2012 Íslensk tónlist 2013 Lífstílsbók 2014 Nytjalist 2015 Þráðlausir hátalarar eða heyrnartól
Jól Verslun Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira