Steinólfsbörn hvumsa við ásökun Finnboga um ritstuld Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2021 13:43 Óvæntur angi þess máls sem spratt af ásökunum Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni um ritstuld eru ásakanir Finnboga Hermannssonar á hendur Bergsveini hliðstæðs efnis. Bergsveinn gefur minna en ekkert fyrir þær ásakanir og nú hafa börn Steinólfs Lárussonar tekið undir þau sjónarmið. Þau Sesselja, Halla Sigríður og Stefán Skafti Steinólfsbörn hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Finnboga Hermannssonar á hendur Bergsveini Birgissyni um ritstuld og krefjast þess að hann dragi ummæli sín til baka. Bergsveinn sakaði, sem kunnugt er, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld; að hann hafi tekið kenningar sínar sem birtust í Leitinni að svarta víkingnum, trausta taki og birt í bók sinni Eyjunni hans Ingólfs án þess að geta heimilda. Ásgeir hefur vísað þeim ásökunum á bug en ítarlegri greinargerð hans er að vænta um ásakanirnar. Málið hefur vakið mikla athygli og einn laustengdur og óvæntur angi þess er frétt Morgunblaðsins sem greindi frá því að sjálfur væri Bergsveinn hugsanlega ritþjófur og hafði blaðið fyrir sér ásakanir Finnboga Hermanssonar, rithöfunds í Hnífsdal, í þeim efnum. Í viðtali við mbl.is segir Finnbogi að árið 2003 hafi hann skrifað bókina Einræður Steinólfs, ævisaga Steinólfs Lárussonar bónda á Skarðsströnd í Dölum. Í bók Bergsveins, Svar við bréfi Helgu, frá árinu 2010 komi síðan að nokkru leyti sama orðalag og í sinni bók.“ Bergsveinn svaraði þessum ásökunum í harðorðri grein sem hann birti á Vísi. Ljóst var að honum var brugðið við ásakanir Finnboga, því bæði hafi hann látið þess svo getið að frændi sinn Steinólfur hefði verið sér innblástur og hann hafi orðalagið einfaldlega beint frá honum. Finnbogi vill hins vegar ekki una þessu mállyktum og segir þetta smjörklípuaðferð rökþrota skálds, í grein sem hann birtir á Vísi. Þannig ganga brigslyrðin á víxl í þessari hliðarfléttu. Og nú hafa afkomendur Steinólfs sent frá sér yfirlýsingu sem í öllum aðalatriðum renna stoðum undir orð Bergsveins. Krefjast þess að ásakanir verði dregnar til baka „Við Steinólfsbörn urðum hvumsa við að Finnbogi Hermannsson ásaki Bergsvein Birgisson um ritstuld. Eins og öllum hlutaðeigandi aðilum er kunnugt, færði Steinólfur sjálfur mikið af frásögnum bókarinnar Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal (2003) í letur,“ segir í yfirlýsingu systkinanna. Þá segir að í því tilviki, þegar Finnbogi Hermannsson ásakar aðra um ritstuld þar sem vísað er í orðfæri Steinólfs sjálfs, hafi Finnbogi eignað sér það orðfæri sem Steinólfur lagði til verksins, og í öðru lagi slær Finnbogi eign sinni á orðfæri Steinólfs almennt þegar hann sagði frá. „Er rétt að geta þess að fleiri en Finnbogi Hermannsson komu að útgáfu bókarinnar, og lögðu enn ríkari ritstjórn af hendi til verksins en Finnbogi. Við erum því hjartanlega ósammála að hann slái eign sinni á texta og orðfæri Steinólfs á þennan hátt. Förum við fram á að ásakanir þessar verði dregnar til baka.“ Útgáfa Finnboga í trássi við vilja afkomenda Þá segja þau, líkt og Bergsveinn í sinni svargrein, að ekki hafi heldur verið staðið að endurútgáfu bókarinnar, Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal árið 2019, á þann hátt sem þau vildum. Og ekki hefðu þau veitt skriflegt umboð til þess. „Þar hefur Finnbogi skeytt sínum eigin texta, sem hann kallar Skarðsstrandarrollu, framan við texta Steinólfs, og lítum við svo á að það eigi ekki heima við hlið höfundarverks Steinólfs. Og þótt höfundarréttur segi til um að bókin sé Steinólfs líka, vorum við ekki spurð álits á þessu fyrirkomulagi og erum því mótfallin.“ Og undir yfirlýsinguna rita þau Sesselja, Halla Sigríður og Stefán Skafti. Íslensk fræði Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Finnbogi kasti steinum úr glerhúsi og hafi stundað hinn eina sanna stuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, vísar því alfarið á bug að hann hafi gerst sekur um ritstuld þegar hann skrifaði skáldsöguna Svar við bréfi Helgu. 12. desember 2021 00:07 Finnbogi segir Bergsvein ljúga Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur. 12. desember 2021 16:08 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Bergsveinn sakaði, sem kunnugt er, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld; að hann hafi tekið kenningar sínar sem birtust í Leitinni að svarta víkingnum, trausta taki og birt í bók sinni Eyjunni hans Ingólfs án þess að geta heimilda. Ásgeir hefur vísað þeim ásökunum á bug en ítarlegri greinargerð hans er að vænta um ásakanirnar. Málið hefur vakið mikla athygli og einn laustengdur og óvæntur angi þess er frétt Morgunblaðsins sem greindi frá því að sjálfur væri Bergsveinn hugsanlega ritþjófur og hafði blaðið fyrir sér ásakanir Finnboga Hermanssonar, rithöfunds í Hnífsdal, í þeim efnum. Í viðtali við mbl.is segir Finnbogi að árið 2003 hafi hann skrifað bókina Einræður Steinólfs, ævisaga Steinólfs Lárussonar bónda á Skarðsströnd í Dölum. Í bók Bergsveins, Svar við bréfi Helgu, frá árinu 2010 komi síðan að nokkru leyti sama orðalag og í sinni bók.“ Bergsveinn svaraði þessum ásökunum í harðorðri grein sem hann birti á Vísi. Ljóst var að honum var brugðið við ásakanir Finnboga, því bæði hafi hann látið þess svo getið að frændi sinn Steinólfur hefði verið sér innblástur og hann hafi orðalagið einfaldlega beint frá honum. Finnbogi vill hins vegar ekki una þessu mállyktum og segir þetta smjörklípuaðferð rökþrota skálds, í grein sem hann birtir á Vísi. Þannig ganga brigslyrðin á víxl í þessari hliðarfléttu. Og nú hafa afkomendur Steinólfs sent frá sér yfirlýsingu sem í öllum aðalatriðum renna stoðum undir orð Bergsveins. Krefjast þess að ásakanir verði dregnar til baka „Við Steinólfsbörn urðum hvumsa við að Finnbogi Hermannsson ásaki Bergsvein Birgisson um ritstuld. Eins og öllum hlutaðeigandi aðilum er kunnugt, færði Steinólfur sjálfur mikið af frásögnum bókarinnar Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal (2003) í letur,“ segir í yfirlýsingu systkinanna. Þá segir að í því tilviki, þegar Finnbogi Hermannsson ásakar aðra um ritstuld þar sem vísað er í orðfæri Steinólfs sjálfs, hafi Finnbogi eignað sér það orðfæri sem Steinólfur lagði til verksins, og í öðru lagi slær Finnbogi eign sinni á orðfæri Steinólfs almennt þegar hann sagði frá. „Er rétt að geta þess að fleiri en Finnbogi Hermannsson komu að útgáfu bókarinnar, og lögðu enn ríkari ritstjórn af hendi til verksins en Finnbogi. Við erum því hjartanlega ósammála að hann slái eign sinni á texta og orðfæri Steinólfs á þennan hátt. Förum við fram á að ásakanir þessar verði dregnar til baka.“ Útgáfa Finnboga í trássi við vilja afkomenda Þá segja þau, líkt og Bergsveinn í sinni svargrein, að ekki hafi heldur verið staðið að endurútgáfu bókarinnar, Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal árið 2019, á þann hátt sem þau vildum. Og ekki hefðu þau veitt skriflegt umboð til þess. „Þar hefur Finnbogi skeytt sínum eigin texta, sem hann kallar Skarðsstrandarrollu, framan við texta Steinólfs, og lítum við svo á að það eigi ekki heima við hlið höfundarverks Steinólfs. Og þótt höfundarréttur segi til um að bókin sé Steinólfs líka, vorum við ekki spurð álits á þessu fyrirkomulagi og erum því mótfallin.“ Og undir yfirlýsinguna rita þau Sesselja, Halla Sigríður og Stefán Skafti.
Íslensk fræði Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Finnbogi kasti steinum úr glerhúsi og hafi stundað hinn eina sanna stuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, vísar því alfarið á bug að hann hafi gerst sekur um ritstuld þegar hann skrifaði skáldsöguna Svar við bréfi Helgu. 12. desember 2021 00:07 Finnbogi segir Bergsvein ljúga Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur. 12. desember 2021 16:08 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Finnbogi kasti steinum úr glerhúsi og hafi stundað hinn eina sanna stuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, vísar því alfarið á bug að hann hafi gerst sekur um ritstuld þegar hann skrifaði skáldsöguna Svar við bréfi Helgu. 12. desember 2021 00:07
Finnbogi segir Bergsvein ljúga Finnbogi Hermannsson sakar Bergsvein Birgisson um lygar þegar hann segir að Finnbogi hafi gefið út bókina Einræður Steinólfs án þess að útgáfuréttur væri virtur. 12. desember 2021 16:08
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
„Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46