Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 12:43 Grótta á Seltjarnarnesi. Eftir að breytingin tekur gildi á næsta ári verður Seltjarnarnes enn með lægra útsvar en nær öll önnur sveitarfélög á landinu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira