Sport

Dagskráin í dag: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Heimsmeistarinn Gerwyn Price hefur titilvörn sína í kvöld.
Heimsmeistarinn Gerwyn Price hefur titilvörn sína í kvöld. Luke Walker/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar í dag, en þar á meðal eru fyrstu viðureignir heimsmeistaramótsins í pílukasti.

Subway-deild kvenna opnar daginn, eða kvöldið réttara sagt, klukkan 18:05 þegar bein útsending frá viðureign Breiðabliks og Keflavíkur hefst á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum verður svo skipt beint yfir á Hlíðarenda þar sem heimakonur í Val taka á móti Haukum.

Klukkan 19:00 hefst bein útsending frá fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í pílukasti á Stöð 2 Sport 3 sem fram fer í Alexandra Palace líkt og undanfarin ár. Ein viðureign úr annarri umferð er á dagskrá, en þar mætir heimsmeistarinn sjálfur, Gerwyn Price, til leiks.

Þá eigast Barrow og Ipswich í FA bikarnum á Englandi klukkan 19:40 á Stöð 2 Sport 2, og klukkan 21:00 eru það vinkonurnar í Babe Patrol sem leiða okkur inn í nóttina á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×