Bréf til Svandísar Atli Hermansson skrifar 14. desember 2021 17:31 Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar