Spáir því að Clayton bræði Ísmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2021 09:00 Nú verður kátt í höllinni. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í dag. Eins og síðustu ár verður sýnt frá mótinu á Stöð 2 Sport. Walesverjinn Gerwyn Price á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Gary Anderson, 7-3, í úrslitum í fyrra. Price hefur talað um að hann vilji drottna yfir pílunni eins og Phil Taylor gerði á árum áður en Guðni Þorsteinn Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur þjóðarinnar, telur að Ísmaðurinn, eins og Price er kallaður, standi ekki uppi sem sigurvegari að þessu sinni. Hann hefur mesta trú á öðrum Walesverja, Jonny Clayton, sem hefur leikið afar vel í ár. „Price er mjög líklegur en ég hef talað um Clayton allt árið. Í lok janúar vann hann Masters, tók úrvalsdeildina, Grand Prix, World Series og hefur verið langbestur á árinu,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. Auk Walesverjanna tveggja nefndi hann tvo fyrrverandi heimsmeistara, Peter Wright og Michael van Gerwen, sem líklega sigurvegara á HM. Wright varð heimsmeistari 2020 en Van Gerwen 2014, 2017 og 2019. Van Gerwen hefur ekki átt neitt sérstakt ár og féll út í átta manna úrslitum á HM í fyrra. Guðni segir þó að aldrei megi vanmeta Hollendinginn, sérstaklega ef hann nær sér á flug. En það sem flækir málin fyrir Van Gerwen er að hann er í erfiðasta hluta keppninnar. Meðal kappa í þessum hluta eru fjórir fyrrverandi heimsmeistarar; Gary Anderson, Adrian Lewis, Raymond van Barneveld og Rob Cross. Enginn ræður við Van Gerwen í ham „Van Gerwen verður að teljast líklegastur í þessum hluta en hann hefur ekki verið neitt sérstakur og held að hann hafi ekki unnið titil á árinu. Hann hefur verið í lægð en ég myndi aldrei útiloka hann. Þegar hann vaknar ræður enginn við hann,“ sagði Guðni. Guðni Þorsteinn Guðjónsson er með þeim fróðari um pílukast.úr einkasafni Hann á von á frábæru móti í ár. „Núna verður full höll alla daga og ég held við fáum eitt besta heimsmeistaramót í langan tíma. Það eru svo margir góðir keppendur. Gæðin eru orðin svo mikil.“ Gæti mætt heimsmeistaranum Ein af stjörnum heimsmeistaramótsins 2020, Fallon Sherrock, mætir aftur til leiks eftir að hafa misst af HM í fyrra. Í 1. umferðinni mætir hún Steve Beaton. Hinn bronsaði Adonis er goðsögn í sportinu en hann er að taka þátt á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. „Hún á eftir að vinna hann og ef hún gerir það mætir hún Kim Huybrechts í næstu umferð. Hún getur vel unnið hann og þá mætir hún að öllum líkindum Price í 3. umferð,“ sagði Guðni um Sherrock sem sló í gegn þegar hún vann Ted Evetts og Mensur Suljovic á HM 2020. „Það hefur alltaf verið einhver ótrúlegur sigur. Eins og með Fallon Sherrock. Fyrir tveimur árum hefði enginn trúað því að hún myndi vinna Mensur Suljovic en svo gerði hún það aftur í Grand Slam um daginn og gjörsamlega pakkaði honum saman. Það getur allt gerst.“ Guðni segir að það muni hjálpa Sherrock mikið að áhorfendur verði í Alexandra höllinni, eða Ally Pally eins og hún er oft kölluð. „Algjörlega, hún er rosalega vinsæl. Öll höllin verður með henni,“ sagði Guðni að lokum. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Leikir dagsins Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Walesverjinn Gerwyn Price á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Gary Anderson, 7-3, í úrslitum í fyrra. Price hefur talað um að hann vilji drottna yfir pílunni eins og Phil Taylor gerði á árum áður en Guðni Þorsteinn Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur þjóðarinnar, telur að Ísmaðurinn, eins og Price er kallaður, standi ekki uppi sem sigurvegari að þessu sinni. Hann hefur mesta trú á öðrum Walesverja, Jonny Clayton, sem hefur leikið afar vel í ár. „Price er mjög líklegur en ég hef talað um Clayton allt árið. Í lok janúar vann hann Masters, tók úrvalsdeildina, Grand Prix, World Series og hefur verið langbestur á árinu,“ sagði Guðni í samtali við Vísi. Auk Walesverjanna tveggja nefndi hann tvo fyrrverandi heimsmeistara, Peter Wright og Michael van Gerwen, sem líklega sigurvegara á HM. Wright varð heimsmeistari 2020 en Van Gerwen 2014, 2017 og 2019. Van Gerwen hefur ekki átt neitt sérstakt ár og féll út í átta manna úrslitum á HM í fyrra. Guðni segir þó að aldrei megi vanmeta Hollendinginn, sérstaklega ef hann nær sér á flug. En það sem flækir málin fyrir Van Gerwen er að hann er í erfiðasta hluta keppninnar. Meðal kappa í þessum hluta eru fjórir fyrrverandi heimsmeistarar; Gary Anderson, Adrian Lewis, Raymond van Barneveld og Rob Cross. Enginn ræður við Van Gerwen í ham „Van Gerwen verður að teljast líklegastur í þessum hluta en hann hefur ekki verið neitt sérstakur og held að hann hafi ekki unnið titil á árinu. Hann hefur verið í lægð en ég myndi aldrei útiloka hann. Þegar hann vaknar ræður enginn við hann,“ sagði Guðni. Guðni Þorsteinn Guðjónsson er með þeim fróðari um pílukast.úr einkasafni Hann á von á frábæru móti í ár. „Núna verður full höll alla daga og ég held við fáum eitt besta heimsmeistaramót í langan tíma. Það eru svo margir góðir keppendur. Gæðin eru orðin svo mikil.“ Gæti mætt heimsmeistaranum Ein af stjörnum heimsmeistaramótsins 2020, Fallon Sherrock, mætir aftur til leiks eftir að hafa misst af HM í fyrra. Í 1. umferðinni mætir hún Steve Beaton. Hinn bronsaði Adonis er goðsögn í sportinu en hann er að taka þátt á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. „Hún á eftir að vinna hann og ef hún gerir það mætir hún Kim Huybrechts í næstu umferð. Hún getur vel unnið hann og þá mætir hún að öllum líkindum Price í 3. umferð,“ sagði Guðni um Sherrock sem sló í gegn þegar hún vann Ted Evetts og Mensur Suljovic á HM 2020. „Það hefur alltaf verið einhver ótrúlegur sigur. Eins og með Fallon Sherrock. Fyrir tveimur árum hefði enginn trúað því að hún myndi vinna Mensur Suljovic en svo gerði hún það aftur í Grand Slam um daginn og gjörsamlega pakkaði honum saman. Það getur allt gerst.“ Guðni segir að það muni hjálpa Sherrock mikið að áhorfendur verði í Alexandra höllinni, eða Ally Pally eins og hún er oft kölluð. „Algjörlega, hún er rosalega vinsæl. Öll höllin verður með henni,“ sagði Guðni að lokum. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport klukkan 19:00. Leikir dagsins Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson
Ritcie Edhouse - Peter Hudson Ricky Evans - Nitin Kumar Adrian Lewis - Matt Campbell Gerwyn Price - Edhouse/Hudson
Pílukast Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira