Guðmundur landsliðsþjálfari: Ég hef bullandi trú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM í janúar síðastliðnum. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mætti í Seinni bylgjuna og ræddi framhaldið hjá strákunum okkar en íslenska landsliðið er á leiðinn á Evrópumeistaramótið eftir áramót. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði Guðmund út í hið fræga þriggja ára plan hans og möguleikann á að fylgja því og að landsliðið verði komið í hóp átta bestu þjóðanna á næsta móti. „Þetta er alltaf þannig þegar maður er landsliðsþjálfari þá bíður maður í ofvæni eftir því að fá liðið í hendurnar. Ég vona þá að ég fái þá heila svo að þetta endi ekki þannig að við séum með tvo, þrjá, fjóra lykilmenn meidda eins og reyndin var á HM í fyrra,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Þá breytist myndin og sérstaklega hjá íslenska landsliðinu því þar breytist hún mjög fljótt. Þess vegna er maður ekki of mikið að tjá sig um þetta en það er alveg rétt. Ég byrjaði á uppbyggingu 2018 og fór mjög markvisst í það að fara í kynslóðaskipti,“ sagði Guðmundur. Klippa: Seinni bylgjan: Guðmundur landsliðsþjálfari um þriggja ára planið sitt „Við erum komnir núna í aðra stöðu en við erum vanir. Leikmenn voru að spila í Olís deildinni og ég veit hve margra ég var með í hópnum sem voru ennþá að spila hér á Íslandi. Þeir eru komnir í góð lið í Evrópu og það hefur mjög margt gerst á þessum tíma,“ sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi og í millriðlinum bíða væntanlega Króatía, Frakkland, Danmörk og Slóvenía komist íslenska liðið þangað. „Nú er bara spurningin hvort við séum komnir nægilega langt til þess að taka næsta skref. Það yrði frábær árangur að komast á topp tíu á EM. Þetta er mjög erfitt mót og til þess að ná því þá þurfum við í fyrsta lagi að komast upp úr riðlinum að sjálfsögðu sem við höfum náð á síðustu þremur stórmótum. Við þurfum þá líka að ná að vinna lið í milliriðlinum,“ sagði Guðmundur. „Þar eru andstæðingarnir ógnarsterkir en það er allt mögulegt í þessu. Ég hef bullandi trú á þessum hóp og ég var mjög ánægður með æfingavikuna nú í nóvember. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því og maður þarf að átta sig á því að ég er ekki kominn með hópinn í hendurnar og ég veit ekki hvernig hann mun á endanum líta út. Sleppum við við meiðsli og verða lykilmenn okkar með,“ sagði Guðmundur eins og sjá má hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði Guðmund út í hið fræga þriggja ára plan hans og möguleikann á að fylgja því og að landsliðið verði komið í hóp átta bestu þjóðanna á næsta móti. „Þetta er alltaf þannig þegar maður er landsliðsþjálfari þá bíður maður í ofvæni eftir því að fá liðið í hendurnar. Ég vona þá að ég fái þá heila svo að þetta endi ekki þannig að við séum með tvo, þrjá, fjóra lykilmenn meidda eins og reyndin var á HM í fyrra,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Þá breytist myndin og sérstaklega hjá íslenska landsliðinu því þar breytist hún mjög fljótt. Þess vegna er maður ekki of mikið að tjá sig um þetta en það er alveg rétt. Ég byrjaði á uppbyggingu 2018 og fór mjög markvisst í það að fara í kynslóðaskipti,“ sagði Guðmundur. Klippa: Seinni bylgjan: Guðmundur landsliðsþjálfari um þriggja ára planið sitt „Við erum komnir núna í aðra stöðu en við erum vanir. Leikmenn voru að spila í Olís deildinni og ég veit hve margra ég var með í hópnum sem voru ennþá að spila hér á Íslandi. Þeir eru komnir í góð lið í Evrópu og það hefur mjög margt gerst á þessum tíma,“ sagði Guðmundur. Íslenska landsliðið er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi og í millriðlinum bíða væntanlega Króatía, Frakkland, Danmörk og Slóvenía komist íslenska liðið þangað. „Nú er bara spurningin hvort við séum komnir nægilega langt til þess að taka næsta skref. Það yrði frábær árangur að komast á topp tíu á EM. Þetta er mjög erfitt mót og til þess að ná því þá þurfum við í fyrsta lagi að komast upp úr riðlinum að sjálfsögðu sem við höfum náð á síðustu þremur stórmótum. Við þurfum þá líka að ná að vinna lið í milliriðlinum,“ sagði Guðmundur. „Þar eru andstæðingarnir ógnarsterkir en það er allt mögulegt í þessu. Ég hef bullandi trú á þessum hóp og ég var mjög ánægður með æfingavikuna nú í nóvember. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því og maður þarf að átta sig á því að ég er ekki kominn með hópinn í hendurnar og ég veit ekki hvernig hann mun á endanum líta út. Sleppum við við meiðsli og verða lykilmenn okkar með,“ sagði Guðmundur eins og sjá má hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira