Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2021 12:06 Inger Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Getty Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. DR segir frá því að dómurinn hafi verið kynntur í hádeginu og að 25 af 26 dómurum hafi fundið hana seka. Fimmtán dómarar voru á því að dómurinn skyldi vera óskilorðsbundinn. Ríkisréttur hefur starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Rúmur meirihluti danskra þingmanna samþykkti fyrr á árinu að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna og sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar Danmörk Tengdar fréttir Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi. 14. janúar 2021 09:44 Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni. 2. febrúar 2021 17:40 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
DR segir frá því að dómurinn hafi verið kynntur í hádeginu og að 25 af 26 dómurum hafi fundið hana seka. Fimmtán dómarar voru á því að dómurinn skyldi vera óskilorðsbundinn. Ríkisréttur hefur starfað og verið með málið til meðferðar síðan í september. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Rúmur meirihluti danskra þingmanna samþykkti fyrr á árinu að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna og sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar
Danmörk Tengdar fréttir Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi. 14. janúar 2021 09:44 Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni. 2. febrúar 2021 17:40 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi. 14. janúar 2021 09:44
Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni. 2. febrúar 2021 17:40
Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51