Ekki mokað á þriðjudögum og laugardögum í Uppsveitum Árnessýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2021 13:15 Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru fjölfarnir enda um sama atvinnusvæði að ræða. Þar fara skólabílar líka með grunnskólabörn alla virka daga í skólana sína í misjöfnum veðrum. Á svæðinu er líka mikið af sumarbústöðum og vinsælum ferðamannastöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Uppsveitum Árnessýslu eru margir hverjir óánægðir með það staðreynd að Vegagerðin mokar ekki nokkra fjölfarna vegi svæðisins á þriðjudögum og laugardögum þó að það kafsnjói á þeim dögum. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segist ekki trúa öðru en að Vegagerðin breyti þessu verklagi sínu. Íbúasíður á Facebook í sveitarfélögunum í Uppsveitum Árnessýslu hafa logað vegna lélegra vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni þegar það snjóar mikið og ekki síður þegar mikil hálka myndast á vegum. Sveitarstjórnarfólk á þessu svæði hefur líka verið gáttað á þjónustunni, ekki síst þegar kemur að þriðjudögum og laugardögum því það er ekki mokað eða hálkuvarið á nokkrum vegum á vegum Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur til dæmis sent frá sér ályktun vegna málsins en þar er Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Nú var það til dæmis þannig núna nýlega að það snjóaði mikið á þriðjudegi og það var ekki mokstursdagur, sem var afskaplega bagalegt en Vegagerðin brást nú við og það var mokað þegar það var liðið á daginn. Þetta gerir það að verkum að snjórinn þjappast á vegunum og það verða hálkubunkar í staðinn fyrir það að það sé hægt að moka strax snemma að morgni og allt sé greiðfært þegar fólk þarf að komast til vinnu og í skóla,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem hefur tröllatrú á að Vegagerðin breyti vetrarþjónustunni sinni þannig að hún verði líka í boðið á þriðjudögum og laugardögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að vegirnir sem um ræði séu til dæmis Skálholtsvegur, Reykjavegur, Bræðratunguvegur, Kjósarskarðsvegur, Skeiða- og Hrunamannavegur og hluti af Þingvallavegi. „Auðvitað er það líka úrelt að það sé ekki mokað einhverja tiltekna vikudaga, það á bara að moka þegar þörf er,“ bætir hún við. Ásta segist hafa átt góð samskipti við Vegagerðina um breytingu á vetrarþjónustunni og hún hefur tröllatrú á að stofnunin breyti fyrirkomulaginu. „Það eru fullur vilji hjá Vegagerðinni og auðvitað er henni skammtað fjármagn. Það er líka spurning um að skipuleggja þetta öðruvísi, moka þegar þörf er á en ekki bara einhverja tiltekna daga vikunnar. Það er eðlilegt að íbúarnir séu pirraðir því að þarna eru vegir, sem eru mjög fjölfarnir og eru hættulegir, brekkur og beygjur og þess háttar og fólk veigrar sig við að fara. Það er líka hrætt við að senda börnin með skólabílunum, það er ekki gott og það er ekki gott fyrir samfélagið að þetta sé þannig,“ sagði Ásta. Ályktun Bláskógabyggðar um stig vetrarþjónustu Vegagerðarinnar: „Bláskógabyggð hefur verið í samskiptum við Vegagerðina á liðnum vikum vegna vetrarþjónustu sem Vegagerðin sinnir í sveitarfélaginu og hefur m.a. verið mælst til þess að vegir séu mokaðir snemma á morgnana, áður en fólk fer til vinnu og snjór treðst. Hefur einnig verið þrýst á að vetrarþjónusta verði aukin á Skálholtsvegi, Reykjavegi, Bræðratunguvegi, Kjósarskarðsvegi, Þingvallavegi (frá gatnamótum Lyngdalsheiðarvegar og Biskupstungnabrautar) og Skeiða- og Hrunamannavegi, en allir þessir vegir eru í þeim flokki að aðeins er veitt vetrarþjónusta fimm daga í viku, ekki á þriðjudögum og laugardögum. Vegagerðin hefur í einhverjum tilvikum brugðist við og sinnt vetrarþjónustu á dögum sem ekki falla undir daga sem veita skal þjónustu á. Af hálfu Bláskógabyggðar er lögð áhersla á að vegir þessir verði mokaðir eftir þörfum, ekki bara þá daga sem skipulag Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir. Alla jafna skapast ekki þörf fyrir slíkt oftar en fimm daga í viku, a.m.k. ef horft er til veðurlags síðustu ára. Þá er einnig mikilvægt að þessir vegir séu mokaðir það snemma að snjór troðist ekki og svell myndist, með tilheyrandi hálku. Nauðsynlegt er að hálkuverja (sanda) þegar mikil hálka er og getur mokstur áður en snjór treðst komið í veg fyrir að ráðast þurfi í slík verkefni. Á Skálholtsvegi eru t.d. miklar brekkur sem geta orðið mjög hættulegar í hálku. Skálholtsvegur er mikilvæg umferðaræð, enda er heilsugæsla fyrir allar uppsveitir Árnessýslu staðsett í Laugarási og nauðsynlegt að íbúar hafi greitt aðgengi að henni. Um framangreinda vegi fara skólabörn alla virka daga og er nauðsynlegt að huga að öryggi þeirra, sem og annarra vegfarenda. Fjölmargir sækja vinnu mili sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og er nauðsynlegt fyrir þessi samfélög að vegir séu greiðfærir. Góð vetrarþjónusta kemur í veg fyrir að fólk missi úr vinnu, börn komist ekki í skóla og getur dregið úr kostnaði samfélagsins við tjón á ökutækjum og slys á vegfarendum. Góð vetrarþjónusta verður því að teljast hagkvæm og stuðla að sjálfbærni sveitarfélaga og svæða, í anda Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.“ Bláskógabyggð Vegagerð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Íbúasíður á Facebook í sveitarfélögunum í Uppsveitum Árnessýslu hafa logað vegna lélegra vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni þegar það snjóar mikið og ekki síður þegar mikil hálka myndast á vegum. Sveitarstjórnarfólk á þessu svæði hefur líka verið gáttað á þjónustunni, ekki síst þegar kemur að þriðjudögum og laugardögum því það er ekki mokað eða hálkuvarið á nokkrum vegum á vegum Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur til dæmis sent frá sér ályktun vegna málsins en þar er Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Nú var það til dæmis þannig núna nýlega að það snjóaði mikið á þriðjudegi og það var ekki mokstursdagur, sem var afskaplega bagalegt en Vegagerðin brást nú við og það var mokað þegar það var liðið á daginn. Þetta gerir það að verkum að snjórinn þjappast á vegunum og það verða hálkubunkar í staðinn fyrir það að það sé hægt að moka strax snemma að morgni og allt sé greiðfært þegar fólk þarf að komast til vinnu og í skóla,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem hefur tröllatrú á að Vegagerðin breyti vetrarþjónustunni sinni þannig að hún verði líka í boðið á þriðjudögum og laugardögum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að vegirnir sem um ræði séu til dæmis Skálholtsvegur, Reykjavegur, Bræðratunguvegur, Kjósarskarðsvegur, Skeiða- og Hrunamannavegur og hluti af Þingvallavegi. „Auðvitað er það líka úrelt að það sé ekki mokað einhverja tiltekna vikudaga, það á bara að moka þegar þörf er,“ bætir hún við. Ásta segist hafa átt góð samskipti við Vegagerðina um breytingu á vetrarþjónustunni og hún hefur tröllatrú á að stofnunin breyti fyrirkomulaginu. „Það eru fullur vilji hjá Vegagerðinni og auðvitað er henni skammtað fjármagn. Það er líka spurning um að skipuleggja þetta öðruvísi, moka þegar þörf er á en ekki bara einhverja tiltekna daga vikunnar. Það er eðlilegt að íbúarnir séu pirraðir því að þarna eru vegir, sem eru mjög fjölfarnir og eru hættulegir, brekkur og beygjur og þess háttar og fólk veigrar sig við að fara. Það er líka hrætt við að senda börnin með skólabílunum, það er ekki gott og það er ekki gott fyrir samfélagið að þetta sé þannig,“ sagði Ásta. Ályktun Bláskógabyggðar um stig vetrarþjónustu Vegagerðarinnar: „Bláskógabyggð hefur verið í samskiptum við Vegagerðina á liðnum vikum vegna vetrarþjónustu sem Vegagerðin sinnir í sveitarfélaginu og hefur m.a. verið mælst til þess að vegir séu mokaðir snemma á morgnana, áður en fólk fer til vinnu og snjór treðst. Hefur einnig verið þrýst á að vetrarþjónusta verði aukin á Skálholtsvegi, Reykjavegi, Bræðratunguvegi, Kjósarskarðsvegi, Þingvallavegi (frá gatnamótum Lyngdalsheiðarvegar og Biskupstungnabrautar) og Skeiða- og Hrunamannavegi, en allir þessir vegir eru í þeim flokki að aðeins er veitt vetrarþjónusta fimm daga í viku, ekki á þriðjudögum og laugardögum. Vegagerðin hefur í einhverjum tilvikum brugðist við og sinnt vetrarþjónustu á dögum sem ekki falla undir daga sem veita skal þjónustu á. Af hálfu Bláskógabyggðar er lögð áhersla á að vegir þessir verði mokaðir eftir þörfum, ekki bara þá daga sem skipulag Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir. Alla jafna skapast ekki þörf fyrir slíkt oftar en fimm daga í viku, a.m.k. ef horft er til veðurlags síðustu ára. Þá er einnig mikilvægt að þessir vegir séu mokaðir það snemma að snjór troðist ekki og svell myndist, með tilheyrandi hálku. Nauðsynlegt er að hálkuverja (sanda) þegar mikil hálka er og getur mokstur áður en snjór treðst komið í veg fyrir að ráðast þurfi í slík verkefni. Á Skálholtsvegi eru t.d. miklar brekkur sem geta orðið mjög hættulegar í hálku. Skálholtsvegur er mikilvæg umferðaræð, enda er heilsugæsla fyrir allar uppsveitir Árnessýslu staðsett í Laugarási og nauðsynlegt að íbúar hafi greitt aðgengi að henni. Um framangreinda vegi fara skólabörn alla virka daga og er nauðsynlegt að huga að öryggi þeirra, sem og annarra vegfarenda. Fjölmargir sækja vinnu mili sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu og er nauðsynlegt fyrir þessi samfélög að vegir séu greiðfærir. Góð vetrarþjónusta kemur í veg fyrir að fólk missi úr vinnu, börn komist ekki í skóla og getur dregið úr kostnaði samfélagsins við tjón á ökutækjum og slys á vegfarendum. Góð vetrarþjónusta verður því að teljast hagkvæm og stuðla að sjálfbærni sveitarfélaga og svæða, í anda Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.“
Bláskógabyggð Vegagerð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira