„Þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega eða missum þá alveg kjánalega varnarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 21:51 Einar Jónsson og Haraldur Þorvarðarson á hliðarlínunni í Safamýri. vísir/hulda margrét „Við vorum bara ekki góðir í dag. Mér finnst við hafa spilað vel undanfarna leiki en við vorum ekki góðir núna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið nauma gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira