Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2021 19:20 Tæplega sextíu ára hótelrekstri er lokið á hótel Sögu sem hóf starfsemi árið 1962. Nú lítur út fyrir að byggingin verði að hluta nýtt sem stúdentagarður fyrir Háskóla Íslands en að mestum hluta til kennslu. Vísir/Vilhelm Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi. Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Eftir miklar fjárfestingar á undanförnum árum lifði rekstur hótels Sögu ekki kórónukreppuna af og var rekstrarfélag þess úrskurðað gjaldþrota í lok september. Bændasamtökin eiga hins vegar húseignina þar sem eitt helsta hótel borgarinnar var starfrækt allt frá árinu 1962. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir nokkra aðila hafa sýnt byggingunni áhuga undanfarið ár. Nú virðist vera að ganga saman með Bændasamtökunum og Háskóla Íslands. „Við höfum verið í viðræðum við Háskóla Íslands eins og kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem birtist í síðustu viku. Á þeim grunni erum við að reyna að ná þessu heim og saman á grundvelli tilboðs sem ríkið hefur gert í húsið,“ segir formaður Bændasamtakanna. Þarna vísar Gunnar í heimild sem óskað er eftir í fjárlagafrumvarpinu um kaup fasteigna upp á allt að fimm milljörðum króna og tekið fram að þar muni mest um möguleg kaup á Sögu. Nú væri unnið að útfærslu á skiptingu lausamuna í hótelinu í samstarfi við þrotabú rekstrarfélagsins sem ætti hluta búnaðarins. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna er vongóður um að samningar séu loks að takast um sölu á byggingu hótels Sögu.Stöð 2/Egill Þá þurfi að skoða hvort dæmið gangi upp varðandi þær kröfur sem lægju fyrir í fasteignina. „Auðvitað er bankinn hluti af þessu samkomulagi því hann á langstærstu kröfuna í eignina. Þannig að það skiptir dálitlu máli hvernig niðurstaðan verði á því uppgjöri,“ segir Gunnar. Samningar með fyrirvara um samþykki Alþingis gæti legið fyrir á næstu dögum. „Eins og þetta lítur út í dag er verið að tala um að þrjátíu prósent af húsinu fari til Félagsstofnunar stúdenta. Restin fari til háskólans,“ segir Gunnar Þorgeirsson. Það væri hins vegar háskólans að útfæra það þegar þar að kæmi.
Fjárlagafrumvarp 2022 Ferðamennska á Íslandi Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00
Fall WOW var upphafið að endalokum Hótels Sögu Formaður Bændasamtakanna segir fall WOW flugfélagsins í mars 2019 hafa markað upphafið að endalokum Hótels Sögu en rekstrarfélag þess var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Alger óvissa ríki um framtíð húsnæðisins. 1. október 2021 19:58