Innlent

Einstakt samband Magnúsar Hlyns og skemmtilegra frétta

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Einstakt samband krumma og hundar, kind sem heldur að hún sé hundur og gamalt fólk sem stendur á höndum. Fréttirnar þurfa ekki alltaf að vera stórar til þess að vera merkilegar og það veit fréttamaður okkar á Suðurlandi.

Segja má að Magnús Hlynur Hreiðarsson hafi sérhæft sig í jákvæðum fréttum sem ekki veitir af á þessum síðustu og verstu. Við lítum yfir dýrin, fólkið og allt hitt skemmtilega á árinu í myndbandinu hér að neðan. 

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember. Í gær var fjallað um mistök ársins, sjá hlekk að neðan.


Tengdar fréttir

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.

Lygileg Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins

Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast.

Bubba­tal, kven­legri Mið­flokkur og besta kosninga­aug­lýsingin

Lýðræðisveislan bar nafn með rentu í sumar og haust og raunar alveg frá áramótum, þegar frambjóðendur börðust um hylli kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Kosningabaráttan skall á af fullum þunga síðsumars og lauk svo með langri nótt.

Eftirminnilegustu og sætustu dýr ársins

Það er sama hvað gengur á í þjóðfélaginu. Heimsfaraldur, jarðskjálftar, eldgos eða talningaklúður í Borgarnesi. Í allri ólgunni virðast sæt dýr vera eina festan á fordæmalausum tímum.

Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum

Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×