Foreldrar Elísu gáfu öllum fjórtán til átján ára krökkum í Eyjum bók dótturinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 15:00 Þessar ungu íþróttakonur í Vestmannaeyjum fengu allar bókina hennar Elísu. Instagram/@ibv_vestmannaeyjar Það er líklegt að flestir íþróttakrakkar í Vestmannaeyjum fari að borða hollari og betri mat eftir veglega gjöf frá Fiskvinnslu VE. Fiskvinnsla VE ákvað að gefa krökkum og unglingum fæddum frá 2003 til 2007, bæði í hand-og fótbolta, bókina „Næringin skapar meistarann“ eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by I BV Vestmannaeyjar (@ibv_vestmannaeyjar) Elísa, er fyrirliði ÍslandsmeistaraVals og íslenska landsliðinu, mætti færandi hendi til Vestmannaeyja í gær, með bækurnar fyrir krakkana en hún kynnti þar bókina sína ásamt því að bjóða upp á áritun. Það er margsannað að næringin skiptir miklu máli þegar þú stundar íþróttir og ekki síst fyrir börn og unglinga geta grætt mikið á því að borða rétt á árum þegar þau eru hvað mest að vaxa og dafna. „Foreldrar mínir eru svo mikið eðal fólk, heiðarleg og alltaf tilbúin að gefa af sér. Hjartað slær svo sannarlega fyrir ÍBV og æskuna í eyjum Eyjarnar eru heppnar að eiga fólk eins og þau,“ skrifaði Margrét Lára Viðarsdóttir þegar hún deildi fréttinni um gjöfina á fésbókarsíðu sinni. Elísa er eins og flestir vita yngri systur Margrétar Láru og foreldrar þeirra eru Viðar Elíasson og Guðmunda Bjarnadóttir. Viðar, eiginkona hans Guðmunda og fjölskylda hófu rekstur Fiskvinnslu VE. í kringum aldarmótin og var það þá eitt af fáum fiskvinnslufyrirtækjum í Eyjum rekin af einstaklingum. Bókin „Næringin skapar meistarann“ er eftir Elísu Viðarsdóttur og gefin út af Sögur útgáfu. Hér fyrir neðan má sjá kynningu á bókinni á heimasíðu útgáfunnar. Hvernig getur íþróttafólk hámarkað árangur sinn og náð jafnvel enn meiri færni í leik sínum? Geta breyttar áherslur í mataræði fært íþróttamanninn beint á toppinn og í hóp afreksíþróttafólks? - Þetta veit Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, sem með þessari aðgengilegu bók tekur saman hagnýtan og áhugaverðan fróðleik um næringu og heilnæmt mataræði og deilir með lesendum girnilegum og einföldum uppskriftum. Elísa á að baki tæplega 200 leiki með meistaraflokki og yfir 40 leiki með A-landsliði kvenna. Hún veit að til þess að komast á toppinn í íþróttum skiptir mataræðið öllu máli. Rétt fæða breytir leiknum! - Við fáum að auki innsýn í matarvenjur tólf landsþekktra íþróttamanna, þegar við fylgjum m.a. þeim Söru Björk Gunnarsdóttur, Björgvini Páli Gústavssyni, Martin Hermannssyni og Lovísu Thompson í gegnum leikdaginn. - Bókin geymir einfaldar og bragðgóðar uppskriftir með eingöngu fimm hráefnum í hverjum rétti sem tryggir að allir finna eitthvað við sitt hæfi. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Olís-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Fiskvinnsla VE ákvað að gefa krökkum og unglingum fæddum frá 2003 til 2007, bæði í hand-og fótbolta, bókina „Næringin skapar meistarann“ eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by I BV Vestmannaeyjar (@ibv_vestmannaeyjar) Elísa, er fyrirliði ÍslandsmeistaraVals og íslenska landsliðinu, mætti færandi hendi til Vestmannaeyja í gær, með bækurnar fyrir krakkana en hún kynnti þar bókina sína ásamt því að bjóða upp á áritun. Það er margsannað að næringin skiptir miklu máli þegar þú stundar íþróttir og ekki síst fyrir börn og unglinga geta grætt mikið á því að borða rétt á árum þegar þau eru hvað mest að vaxa og dafna. „Foreldrar mínir eru svo mikið eðal fólk, heiðarleg og alltaf tilbúin að gefa af sér. Hjartað slær svo sannarlega fyrir ÍBV og æskuna í eyjum Eyjarnar eru heppnar að eiga fólk eins og þau,“ skrifaði Margrét Lára Viðarsdóttir þegar hún deildi fréttinni um gjöfina á fésbókarsíðu sinni. Elísa er eins og flestir vita yngri systur Margrétar Láru og foreldrar þeirra eru Viðar Elíasson og Guðmunda Bjarnadóttir. Viðar, eiginkona hans Guðmunda og fjölskylda hófu rekstur Fiskvinnslu VE. í kringum aldarmótin og var það þá eitt af fáum fiskvinnslufyrirtækjum í Eyjum rekin af einstaklingum. Bókin „Næringin skapar meistarann“ er eftir Elísu Viðarsdóttur og gefin út af Sögur útgáfu. Hér fyrir neðan má sjá kynningu á bókinni á heimasíðu útgáfunnar. Hvernig getur íþróttafólk hámarkað árangur sinn og náð jafnvel enn meiri færni í leik sínum? Geta breyttar áherslur í mataræði fært íþróttamanninn beint á toppinn og í hóp afreksíþróttafólks? - Þetta veit Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, sem með þessari aðgengilegu bók tekur saman hagnýtan og áhugaverðan fróðleik um næringu og heilnæmt mataræði og deilir með lesendum girnilegum og einföldum uppskriftum. Elísa á að baki tæplega 200 leiki með meistaraflokki og yfir 40 leiki með A-landsliði kvenna. Hún veit að til þess að komast á toppinn í íþróttum skiptir mataræðið öllu máli. Rétt fæða breytir leiknum! - Við fáum að auki innsýn í matarvenjur tólf landsþekktra íþróttamanna, þegar við fylgjum m.a. þeim Söru Björk Gunnarsdóttur, Björgvini Páli Gústavssyni, Martin Hermannssyni og Lovísu Thompson í gegnum leikdaginn. - Bókin geymir einfaldar og bragðgóðar uppskriftir með eingöngu fimm hráefnum í hverjum rétti sem tryggir að allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Hvernig getur íþróttafólk hámarkað árangur sinn og náð jafnvel enn meiri færni í leik sínum? Geta breyttar áherslur í mataræði fært íþróttamanninn beint á toppinn og í hóp afreksíþróttafólks? - Þetta veit Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, sem með þessari aðgengilegu bók tekur saman hagnýtan og áhugaverðan fróðleik um næringu og heilnæmt mataræði og deilir með lesendum girnilegum og einföldum uppskriftum. Elísa á að baki tæplega 200 leiki með meistaraflokki og yfir 40 leiki með A-landsliði kvenna. Hún veit að til þess að komast á toppinn í íþróttum skiptir mataræðið öllu máli. Rétt fæða breytir leiknum! - Við fáum að auki innsýn í matarvenjur tólf landsþekktra íþróttamanna, þegar við fylgjum m.a. þeim Söru Björk Gunnarsdóttur, Björgvini Páli Gústavssyni, Martin Hermannssyni og Lovísu Thompson í gegnum leikdaginn. - Bókin geymir einfaldar og bragðgóðar uppskriftir með eingöngu fimm hráefnum í hverjum rétti sem tryggir að allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Olís-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira