Bjarni Ben og Björn Leví stigakóngar í nýrri Fantasy-deild Alþingis Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2021 21:00 Þórður Vilmundarson, höfundur Fantasy Alþingis. Til vinstri má sjá dæmi um flokk sem spilari hefur sett saman. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata eru eins og stendur verðmætustu þingmenn Alþingis, samkvæmt svokölluðum Fantasy-leik sem er nýkominn í loftið. Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær. Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær.
Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira