Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2021 08:01 Embla Kristínardóttir fer ekki fögrum orðum um Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara Skallagríms. vísir/vilhelm Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira