Þjónustugátt fyrir þolendur kynferðisbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 9. desember 2021 07:01 Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar