Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. desember 2021 14:30 Rósaafhending raunveruleikaþáttarins The Bachelor fór fram í Hörpu. Þar veitti Clayton Echard þeim tveimur stúlkum sem komast í lokaþáttinn rósir - Eða hvað? ABC Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Taka skal fram að í þessari frétt kemur ýmislegt fram um næstu þáttaröð svo þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta að lesa núna. Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að piparsveinninn, hinn 28 ára gamli Clayton Echard, væri staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótaþætti (e. overnight dates). Í þeim þætti hefur piparsveinninn val um að bjóða konunum að eyða nóttinni með sér eftir stefnumótið. Eftir gistinæturnar velur hann svo þær tvær sem komast í lokaþáttinn. Sjá einnig: Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín ABC birti í dag stiklu úr væntanlegri þáttaröð, þar sem sjá má að afhending rósanna tveggja eftir gistinæturnar, fer fram í Hörpu. Rósaafhendingin er að sjálfsögðu hádramatísk eins og við var að búast, enda sjálfur lokaþátturinn í húfi fyrir dömurnar. Í rósaafhendingunni í Hörpu má sjá Echard tjá tveimur stúlkum að hann hafi verið „náinn“ þeim báðum. Mikið uppnám verður á meðal þeirra beggja og er mikið grátið. „Er hann ástfanginn af okkur öllum þremur?,“ spyr ein stúlkan með grátstafinn í kverkunum, á meðan önnur liggur grátandi í tröppunum í bláupplýstri Hörpu. Í stiklunni má einnig sjá Echard á stefnumóti með keppanda í Perlunni þar sem hann segist vera orðinn ástfanginn. Þá má sjá hann á stefnumóti með keppandi undir fossi sem lítur út fyrir að vera í Sky Lagoon. Íslenskir Bachelor-aðdáendur náðu myndum af Echard og keppendum víðs vegar um Reykjavík á meðan á dvölinni stóð. Áætlað er að þáttaröðin verði frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun janúar.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Íslandsvinir Harpa Reykjavík Sky Lagoon Tengdar fréttir Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 „Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31
„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið 17. október 2020 09:31