Icelandair á enn langt í land Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2021 19:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Vísir/vilhelm Icelandair flutti um 170 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember. Áfram sést mikil aukning milli ára en um 13 þúsund flugu með flugfélaginu á sama tímabili í fyrra. Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Viðskipti innlent Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Sjá meira
Áfram er þó langt í að Icelandair nái fyrri styrk en það flutti 283 þúsund farþega í innanlands- og millilandaflugi í nóvember 2019, síðasta heila rekstrarárið fyrir heimsfaraldurinn. Icelandair hefur nú flutt yfir 1,3 milljónir farþega á þessu ári sem er tæplega 50% fjölgun milli ára. Heildarframboð í nóvembermánuði var um 63% af framboði sama mánaðar ársins 2019. Þetta er kemur fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir nóvembermánuð sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Farþegar í millilandaflugi voru um 151 þúsund samanborið við 7 þúsund í nóvember 2020. Farþegar til Íslands voru um 80 þúsund og frá landinu voru um 33 þúsund. Tengifarþegar voru um 38 þúsund en hlutfall þeirra hefur nú aukist um tæp 80% á milli ára það sem af er ári. Að sögn Icelandair var stundvísi í millilandaflugi um 75%. Mikil breyting þegar Bandaríkin opnuðu á ný Sætanýting í millilandaflugi var 71% samanborið við 32% í nóvember 2020 og 79% í nóvember 2019. Bandarísk landamæri voru lokuð evrópskum ferðamönnum fyrstu viku nóvembermánaðar en þegar opnað var fyrir aðgengi bólusettra ferðamanna jókst sætanýtingin til muna. Farþegar í innanlandsflugi voru um 19 þúsund samanborið við 6 þúsund í nóvember 2020 og 21 þúsund í nóvember 2019. Farþegafjöldi í innanlandsflugi er þannig orðinn nánast sambærilegur við það sem hann var fyrir faraldur. Það sem af er ári hafa 78% fleiri farþegar flogið innanlands en á sama tímabili árið 2020. Bókunarstaða almennt sterk Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 96% samanborið við nóvember 2020 en Loftleiðir Icelandic sinnir nú meðal annars verkefnum á Suðurskautslandinu og nýtir til þess vélar og áhafnir Icelandair. Fraktflutningar jukust um 26% á milli ára í nóvember og hafa það sem af er ári aukist um 24% miðað við sama tíma í fyrra. „Núverandi staða faraldursins hefur haft áhrif á bókanir til skemmri tíma. Bókunarstaða er þó almennt sterk og við munum áfram nýta þann sveigjanleika sem við höfum til að laga okkur að aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk félagsins hefur staðið sig með eindæmum vel, hvort sem litið er til þess að sækja ný verkefni eða sinna fyrirtaks þjónustu við viðskiptavini á tímum þar sem ferðalög hafa verið flókin,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Viðskipti innlent Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Sjá meira