Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2021 19:03 Kolfinna Frigg Sigurðardóttir greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði. Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Ekki er algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna. Frá upphafi faraldursins hafa um 18.600 manns greinst með veiruna hér á landi en einungis um tuttugu til þrjátíu manns hafa greinst tvisvar. Í þeirra hópi er Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sem er nú í einangrun á sóttvarnahóteli. „Ég greinist með covid þriðja nóvember og fer í einangrun og allt sem því fylgir og síðan verð ég mjög hissa þegar ég greinist aftur þriðja desember,“ segir Kolfinna. Þrátt fyrir að vera fullbólusett síðan í ágúst greindist Kolfinna með kórónuveiruna með nákvæmlega mánaðar millibili - og í seinna sinn með hið nýja omíkron afbrigði. Hún segir nokkurn mun á einkennum. „Ég er aðeins meira veik núna. Ég var ótrúlega heppin síðast. Ég var ekki með mikil einkenni þá,“ segir Kolfinna. Sóttvarnalæknir hefur sagt of snemmt að fullyrða eitthvað um vörn bóluefna og mótefna vegna fyrri smita gegn nýja afbrigðinu en von er á niðurstöðum rannsókna á næstunni. Kolfinna veit ekki hvernig hún smitaðist aftur en hún greindist þegar hún fór í hraðpróf vegna afmælis sem hún hafði ætlað í. Því var fylgt eftir með PCR prófi og síðan mótefnamælingu vegna gruns um að niðurstaðan hefði verið jákvæð þar sem stutt var liðið frá fyrri veikindum. „Og út úr því kemur að ég er bara aftur komin með covid. Og sé að fara aftur inn í einagrun.“ Hún segist hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir að hafa fengið misvísandi leiðbeiningar varðandi einangrun svo stuttu eftir staðfest smit. „Ég hélt mig inni og var út af fyrir mig vegna þess að ég er búin að fá covid einu sinni og veit hversu mikil smithættan er. Þú þarft ekki nema að vera nálægt einhverjum.“ Ekki hefur verið algengt að greinast tvisvar með kórónuveiruna.vísir/Vilhelm Hún segir alla einangrunina taka nokkuð á. „Ég fékk að fara í nýtt herbergi, ég var fyrst á öðru sóttvarnarhóteli og var færð yfir á annað. Það munar miklu að herbergið sé öðruvísi og ég er reyndar búin að breyta öllu inni á því til þess að gera þetta heimilislegt. En maður verður að komast í gegnum þetta með því að finna sér eitthvað að gera. Hlusta á bækur, horfa á þætti og vera ekki of mikið uppi í rúmi.“ Kolfinna færir starfsfólki sóttvarnarhótela bestu þakkir; þar sem hún hefur nú varið dágóðum tíma síðasta mánuðinn og biður fólk um að fara varlega. „Það er ótrúlega gott fólk að vinna á þessum hótelum og þau eru að standa sig ótrúlega vel og ég vil bara segja takk og það er vonandi að fólk fái ekki þetta afbrigði. Að fólk fái þetta bara einu sinni - eða aldrei,“ segir Kolfinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47 Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. 6. desember 2021 13:47
Sóttvarnalæknir hvetur alla til að þiggja örvunarskammt Sú staðreynd að örvunarskammtur gegn SARS-CoV-2, það er að segja þriðji skammturinn, virðist veita 90 prósent meiri vernd en grunnbólusetning ætti að vera öllum hvatning til að þiggja bólusetningu og örvunarskammt. 6. desember 2021 12:34
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent